Liðþjálfar.

 

Ég fór upp á spítala í endurskoðun á fimmtudaginn var.Þá komnar sjö vikur síðan að ég lenti í slysinu. Doksi lét mig í nokkrar röntgenpósur og leist bara þokkalega á,það er að segja myndirnar.Hann lét mig fá bevís upp á sjúkraþjálfun með handleggina,eins og að ég sé eitthvað gamalmenni en ekki mótorhjólatöffari.Síðan er ég búinn að vera athuga með þetta fólk,sjúkraþjálfara.Er búinn að hringja á nokkra staði og alls staðar er fullt og það langt fram í tímann. Á einum staðnum,sem mér var vísað á,var mér boðið að koma með bevísinn og leggja hann inn og yrði svo hringt í mig þegar eitthvað myndi losna. Ef ég hefði þegið það þá væri ég fastur,bevíslaus, þar til hans hátign þóknaðist að hafa tíma fyrir mig."Takk fyrir fröken,ég hringi síðar".Örugglega einhver gömul þungsetin kerling,hálfpirruð á skilningsleysi mínu. Það virðist sem að helftin af þjóðinni sé hjá sjúkraþjálfara. Það er ekki nema von að íslendingar séu langlífir ef að allir eru hjá sjúkraþjálfara fram í rauðan dauðann. Það stirðnar ekki karl né kona hér með alla þessa liðþjálfa,(miklu betra orð en sjúkraþjálfari),þ.e. þegar þau fá tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ :)

Prófaðu að hringja upp í Bata í Kringlunni og tékka hvort það sé eitthvað laust hjá Svanhvíti eða Belindu ...þær eru rosa góðar.

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Takk fyrir ábendinguna.

Yngvi Högnason, 11.5.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband