Í sundi.

Ég var að koma úr lauginni.Það var óvenju margt þar á sunnudagsmorgni. Eftir nokkra bringusundsmetra fór ég í pottinn og var þó nokkuð af fólki þar líka.Það er nú ekki hægt að segja að ég hafi verið eitthvað morgunsúr en einhverra hluta vegna þá mundi ég eftir því að þegar ég var lítill,það er að segja minni, þá var sagt við mann og annan ef að maður vildi vera ótuktarlegur:"þú ert svo ljótur að þér hefur verið skitið í hallæri bak við tunnu". Svei mér þá ef að megnið af þessu fólki var ekki þarna.Kannski að við íslendingar séum allir þaðan,að tunnubaki.
   Það var ekki fyrr en ég sá sjálfan mig í speglinum við raksturinn að ég jafnaði mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband