Á uppleið.

Loksins er eitthvað að gerast í lífi mínu. Ég var að koma af húsfundi hér í blokkinni og var það ágætt svona til að sjá hverjir eiga heima hér.En það var annað merkilegra,ég var kosinn formaður húsfélagsins og ætti ég að vera glaður yfir upphefðinni en ég hef sloppið í átta ár vegna þess að ég á ekki íbúðina en lengur gat ég ekki skorast undan.Þannig að næsta ár verð ég formaður og  þá spái ég kannski að flytja í stærri blokk en þessa sem er bara með átta íbúðum. Það er betra að byrja smátt, en maður leikur sér að þessu.Skipta um perur,laga útihurðina og vera aðal. Ég er flottastur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg

Það er þá eins gott að húsfélagið fjárfesti í stiga fyrir allar peruskiptingarnar...

Helga Dögg, 20.5.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Átt þú ekki að vera að vinna?

Yngvi Högnason, 20.5.2008 kl. 13:33

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þú ert laaaaaangflottastur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.5.2008 kl. 14:51

4 identicon

Þetta er nú ekkert....ég er sko gjaldkeri í mínum stigagangi sem er miklu meira djobb en að vera formaður en eins einkennilega og það hljómar er eiginmaður minn formaður í þessum sama gangi. Við reyndum að malda í móinn á síðasta aðalfundi en vorum endurkjörin einum rómi af nágrönnum okkar! Svona fer fyrir fólki sem tekur embætti sín alvarlega...

Aðalbjörg (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er nú svo sem ekkert merkilegt að vera í þessum stöðum í blokk í Kópavogi miðað við  blokk í Reykjavík.
Reyndar býr eldri systir mín í einbýli í Kópavogi og ræður öllu þar.
Þetta er nú samt þokkalegt hjá þér,Aðalbjörg,bara reglulega gott.

Yngvi Högnason, 20.5.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband