Dylan.

Ég var einn heima í gærkvöldi. Um ellefu leytið fór ég uppí með ísinn og var sjónvarpið á.Það var verið að sýna þátt með Bob Dylan á ríkis og af því að sambýliskonan var að vinna og ég hafði asnast upp í fjarstýringarlaus, þá varð ég að horfa á þáttinn.Það komu margir fram og mærðu kallinn en mér hefur ekki hugnast hann í gegnum tíðina. Það getur vel verið að hann sé mikill listamaður og semji "beitta" texta,texta sem að áttu að breyta heiminum,þó að ég muni ekki eftir neinum breytingum þess vegna. Og í þessum þætti kom Joan Baes líka fram og sagði sitt um tiktúrur í kallinum og stæla hans áður fyrr. En það sem að ég mundi við að horfa á þennan þátt, var hvað Bob Dylan var og er helvíti leiðinlegur, eins og Joan Baes og allir þessir mótmælasöngvarar voru og eru.
Það var illa farið með góðan ís þarna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Einhvern veginn vorkenni ég þér voðalega lítið núna.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.5.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Var nú kannski ekki að leita eftir því en að gleyma fjarstýringunni, kemur ekki aftur fyrir.

Yngvi Högnason, 22.5.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.5.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband