28.5.2008 | 08:53
Bletturinn.
Ég ætti nú kannski að gáfublogga núna um forsetakapphlaupið í Ameríku eða símahleranir hér áður fyrr en svona mál finnst mér svo leiðinleg að ég nenni varla að lesa um þau,hvað þá að ræða um. Það er nú ekki gáfuleg umræða í gangi um þessa símahleranir, þ.e. núverandi ríkisstjórn á að biðjast afsökunar á gerðum fyrri stjórnar.Maður verðu bara pirraður á að heyra svona bull.
En það sem að mér liggur á hjarta núna er bletturinn. Það er eitthvað ljós, sem að fyrrum var hjá sjónvarpinu en vinnur nú hjá Vegagerðinni og er víst talsmaður hennar. Hann vill láta kalla sig sínu miðnafni en það kemur hálfkjánalega út: G(?).Pétur. eða G.Blettur, ég heyri yfirleitt ekki muninn. Skyldi hann viljað hafa þennan háttinn á ef að hann héti: K.(arl) Ari eða H.(elgi)Karl eða S.(igurður) Óli?
Athugasemdir
Eigum við að reyna blettahreinsun? Vanish til dæmis..?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.5.2008 kl. 13:13
Það er nú óþarfi að láta kallinn hverfa.
Yngvi Högnason, 28.5.2008 kl. 21:41
Óþarfi kannski.. en allt í lagi.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.5.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.