1.6.2008 | 20:43
Í lauginni.
Við feðgarnir förum yfirleitt í sund á hverjum degi. Og oft endum við í Árbæjarlauginni sinni part dags eða að kveldi. Flest skipti sem að í laugina er farið þá þekki ég engan en nú brá svo við að ég kannaðist við einn. Var það Björgólfur Thor með guttann sinn. Fór bara vel á með okkur Björgólfi. Þ.e. ég yrti ekki á hann og hann ekki á mig. Ég var að reyna að segja mínum frá ríkidæmi Björgólfs en það gekk ekki vel þar sem að fimm þúsund kall er ríkidæmi á þeim bænum. En eitthvað gerði drengurinn sér grein fyrir ríkidæminu þegar ég sagði að Björgólfur gæti líklega keypt sér eins og hundrað Árbæjarlaugar og eins og eina Smáralind með. Og væri nýbúinn að kaupa hús á sex hundruð millur."Vá"sagði sá stutti "heppinn krakki,af hverju átt þú ekki svona mikla peninga''? Ég var nú kominn á hálan ís,dauðsá eftir að hafa komið mér í þessa stöðu og brá á vörn. "Ég á nú ýmislegt" sagði ég og .... "Jæja, eins og hvað"? Ég á nú fyrirtækið" sagði ég. "Það er nú svo pínulítið" kom þá. "Og ég á líka Hallann"sagði ég og var ekkert að útvarpa því að Björgólfur hefði látið smíða fyrir sig nokkurra milljóna króna hjól í Þýskalandi. "Hann á örugglega Hummer eða Lincoln jeppa og þú bara á Corollu" hnussaði þá í stráknum. Ég sá að þetta gekk ekkert og lét hann hafa það: "En ég er mótorhjólatöffari en ekki hann".Það kom dálítið sérstakur svipur á strákinn og ég held að hann hafi séð að ég hafði unnið leikinn svo að ég sagði:"Við skulum koma í Nóatún og kaupa okkur ís til að geta búið okkur til sjeik í kvöld". Hann samþykkti það og málið var látið niður falla.
Ég var ekkert að benda honum á Björgólf,sem að á einhverjum rándýrum,forljótum jeppa,renndi framhjá um leið og við gengum inn í Nóatún.
Ég var ekkert að benda honum á Björgólf,sem að á einhverjum rándýrum,forljótum jeppa,renndi framhjá um leið og við gengum inn í Nóatún.
Athugasemdir
Hann er svo lítill og því gerir hann sér ekki grein fyrir því að þú ert svolítið sem Björgólfur er ekki: Aðaltöffarinn í bænum...
Helga Dögg, 2.6.2008 kl. 11:17
Yngvi er riddari götunnar. Ekki spurning!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.6.2008 kl. 19:06
PS Mig langar í þetta: Grrr
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.6.2008 kl. 19:08
Mér líst nú ekki alveg á þetta með feringunni,er með samskonar án hennar.Held ég setji ekki mynd af mér og hjólinu hér inn,hjólið myndi sýnast svo stórt..
Yngvi Högnason, 2.6.2008 kl. 21:16
Yngvi hún Guðrún var ekki svo langt frá þínu hjóli skora á þig að setja mynd af því hér inn.,það er flottasta hjólið.
Rannveig H, 2.6.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.