6.6.2008 | 08:50
Byssuleyfi.
Flesta morgna keyri ég um það bil tuttugu kílómetra hér í borginni. Ef ég er á ferðinni uppúr kl. fimm gengur þetta vel en uppúr kl. sjö er þetta erfiðara. Það er eins og fullt af fólki haldi að vinstri akrein sé búin sér staklega fyrir það og í lagi sé að druslast þar um löturhægt, öðrum til ama og leiðinda. Ég sá bíómynd með Michael Douglas fyrir þrettán til fjórtán árum,sem að hét Falling Down og fjallaði hún um mann sem að var orðinn þreyttur á aulahætti samborgaranna og skrapp út um hádegisbil með byssu og fretaði á hina leiðinlegu. Ég fann fyrir mikilli samkennd þegar ég sá þessari bíómynd, því að ekki eru færri fífl hér en í L.A.
Kannski maður fari að athuga með byssuleyfi.
Athugasemdir
Vond hugmynd, Yngvi minn!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.6.2008 kl. 09:02
Déskotans er fíflunum að fjölga.
Rannveig H, 6.6.2008 kl. 09:10
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.6.2008 kl. 09:18
Sæll Yngvi kanski halda menn bara að það sé enginn í bílnum fyrir aftan prófaðu að fá þér púða í sætið eða bara súkkulaðirúsínur og slappa af.
Kveðja Villi
Vilhjálmur Þorláksson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:04
Er með púða og sé alveg yfir stýrið er að ég teygi mig.
Yngvi Högnason, 6.6.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.