25.6.2008 | 22:29
Krassófóbía.
Helv... bloggleti er þetta. Ég hef ekki nennt að blogga upp á síðkastið aðallega vegna þess að ég var búinn að gleyma í hverskonar veðurparadís ég á heima. Hér hefur sólin skinið á pöpulinn daga langa og loka hefur þurft götum til þess að fólk fái notið veðursins.En það er nú bara niðri í bæ þar sem að dásemd miðbæjarins kemur ekki í ljós fyrr en eftir tvo eða þrjá öllara.En það er önnur saga og ekkert skemmtilegt að skrifa um miðbæinn. Ég hef aðeins verið að byrja aftur á hjólinu og gengur það bara þokkalega. Er búinn að fara nokkur skipti með strákunum og er það einkennilegur andskoti að alltaf þarf ég að vera fyrstur.Ég var fyrstur af fjórum þegar ég lenti á bílnum og enn er ég hafður fyrstur. Það er kannski vegna þess að ég er vanur að lenda framan á bíl eða að þá langar til að sjá þetta aftur. Það er ekkert verið að athuga hvort maður sé með "krassófóbíu". Nei, líklega er ég ekki með hana en ég held að ég sé hafður fyrstu af því að þeir eru orðnir svo gamlir, að fyrir utan planið, þá rata þeir illa vegna elli.Enda fer allt í vitleysu hjá þeim ef að ég gleymi að gefa stefnuljós eða fer lengra en fimmtán kílómetra frá klúbbnum.
En ég skal vera fyrstur.
Athugasemdir
Ertu ekki hafður fyrstur vegna þess að þú veist hvar besti maturinn er seldur!!
Eiki KR (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 07:50
Augljóslega fremstur meðal jafningja. Langfremstur!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.6.2008 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.