26.6.2008 | 15:21
Rassbögur.
Í gegnum tíðina hef ég reynt að skrifa og tala rétt mál. Hefur það gengið þokkalega en ekki er ég heilagur í þeim efnum fremur en aðrir. En þágufallssýki,óþarfa stafsetningarvillur og aðrar þessháttar ambögur leiðast mér.Þetta virðist vera eitthvað feimnismál sem að ekki má minnast á, því þá er litið á það sem persónulega árás.Í gær heyrði ég í manni sem er að reyna við Ermasund eitt skiptið enn og í reyndar nú búinn að fresta.Hann talaði um nýjan útbúnað við "næringartöku". Ég fæ alltaf kjánahroll þegar ég heyri í svona snillingum. Það er nú kannski aðeins ofgert, en allar þessar rassbögur eins og "já sæll" frasar, sem og "út í hróa" og fleiri rangmæli geta endað á svipaðan hátt og hjá Dönum eins og sést í myndbandinu sem að ég fékk lánað hjá honum Ingó
Athugasemdir
Já SÆLL, en hvað finnst þér um goooomorgeen??
Viili Arafat (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:40
Það er alveg hræðilegt að sjá og heyra "goooomorgeen",þetta lítur út eins og hollenskt babl, en yfirleitt heilsa ég mönnum með "gúmoren" eins og það kom fyrir í einni af sögum Jónasar Árnasonar. Sjá nánar hér í fleiri myndum :http://www.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=171961&s=203589&l=g%FAmoren
Yngvi Högnason, 27.6.2008 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.