Misskilin góðsemi.

 

Það rigndi í morgun.Ég varð nú ekkert sérstaklega var við það en mér var tjáð þetta í pottinum.Ég er mjög ánægður með pottinn hérna í nýstækkaðri Kópavogslaug.Kannski það sé eins í öðrum pottum og laugum,fullt af fólki sem að búið er að ráða lífsgátuna. En í mínum potti fæ ég að vita svo margt.Eins og þetta með rigninguna, "Það er bara úrhelli en þetta er svo gott fyrir gróðurinn" segir gamall kall. Hann er ekki að spá í málarann sem að ætlaði að klára að mála síðasta vegginn svo að hann gæti skilað af sér verki.Eða krakkaræflana í unglingavinnunni sem að væflast um rennblautir gerandi ekki neitt,skömminni skárra að gera ekki neitt þurr. Það er nú þannig að ekki má koma sólarglenna í tvo tíma, þá er rokið út með slöngu og gras- og gróðurblettum nær drekkt,af því að það er svo gott fyrir gróðurinn.Gróðurinn, sem að margir bera áburð á til þess að vaxi betur, svo meira verði til að slá,til þess að meira af grasi sé til að henda.Það er misskilningur að gróðurinn þurfi sífellt að vera í vatnsúða hér á landi.

En aftur að pottinum. Þar fæ ég að vita margt nytsamlegt, eins og t.d. að potturinn sé heitari en í gær(ég finn það líklega ekki sjálfur), að það sé skýjað eða sól sé hærra á lofti en í gær(ég er líklega blindur).Ég fæ að vita margt um hugsanir stjórnmálamanna og hvernig á að leysa efnahagsvandann,hjá smurkoppnum sem að vinnur hjá olíufélaginu fæ ég að heyra um lausnir á flestum vandamálum, en ekki af hverju bensín og dísil hækkar.Þessi með froskalappirnar ætlar að fá sér tvinnbíl og þessi sólkrumpaði ætlar að fara bráðlega aftur á sólarströnd vegna þess að allt er svo dýrt hérna. Svo koma gömlu konurnar og segja mér hvað heiti potturinn sé góður fyrir stirða vöðva, það var eins gott,ekki var ég búinn að fatta það.

Það er líka nýtt gufubað í lauginni.Ég er að hugsa um að skoða það einhvern daginn,líklega verður einhver þar til að segja mér að þar sé heitt, heitara en í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ef þú heyrir rödd berast úr gufunni sem umlar hvort enginn ætli nenna að skvetta meira vatni á steinana þá máttu alveg gefa þig fram og kasta á mig kveðju... bjó líka í þessum fína bæ fyrir áratug eða svo og kominn tími á vísiteringu.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.7.2008 kl. 12:54

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Úff, það yrði nú tilbreyting að sjá "beib" í lauginni,hef ekki séð svoleiðis þar síðan haustið 2004. Áttu ekki bikini með tígramunstri?

Yngvi Högnason, 4.7.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband