7.7.2008 | 22:02
Í blokk.
Ég á heima í lítilli blokk og var nýlega fenginn til að vera húsformaður. Ekki hefur nú reynt mikið á mig sem slíkan en um daginn þá gerði ég skyssu. Dyrabjöllunni var hringt og ég nýkominn úr sturtu fer til dyra.Var ber að ofan og konan fyrir utan gapti og hikstaði úr sér erindinu. Eftir að ég leysti úr hennar máli þá hefur þetta spurst út í húsinu og nú fæ ég ekki frið.Þær hringja bjöllunni í tíma og ótíma og eru ótrúlega hittnar á sturtutímann minn. Erindið er yfirleitt ekki stórt,hvort mig vanti fréttablaðið eða eitthvað úr Bónus.
Getur maður gert að því að náttúran var gjöful þegar að mér kom?
Athugasemdir
Þú verður að gefa fleirum þessa uppskrift. Það verður kannski til þess að fleiri verði viljugir til að taka þetta hlutverk að sér.
Anna Guðný , 7.7.2008 kl. 22:14
Enn að spá í hvaða erindi þær hefðu gert sér ef þú hefðir verið ber beggja megin..
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.7.2008 kl. 01:57
Ég myndi prófa það ef að einhver beib væru í húsinu.
Yngvi Högnason, 8.7.2008 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.