22.7.2008 | 09:21
Með túttu.
Þegar yngri sonur minn varð fjögurra ára þá fannst honum hann vera orðinn of gamall fyrir túttu svo að hann tók allar sínar, klippti og henti. Hefur hann ekki notað svoleiðis þing síðan enda tíðkast ekki að fullorðið fólk noti túttu.En alltaf er einn og einn sem að er öðruvísi. Einn kunningi minn er mótorhjólamaður og hefur hann síðastliðið ár verið að taka upp þennan sið.Þetta byrjaði ósköp sakleysislega hjá honum, ég sá hann t.d. fyrst með túttu upp á Litlu kaffistofu.Þangað hafði hann skellt sér með túttuna,líklega til að fá að vera í friði. Hann fór varlega með þetta í fyrstu og var ekkert að veifa túttunni fyrir framan okkur félagana.Sem er í sjálfu sér ekkert skrýtið, það er enginn gáfulegur, rúmlega fimmtugur,fúlskeggjaður með túttu.En þessi kunningi minn virðist vera ánægður með túttuna sína, sést oft með henni á hjólinu og kemur líka með hana stundum á mannamót. Verðum við félagarnir þá oft að halda aftur af okkur á þeim stundum. Mótorhjólamaður í mótorhjólaklúbb á bjórkvöldi, drekkandi Bailys,fúlskeggjaður með tyggjó,sígó og túttu. Það er ekkert sérstakt að sjá.En þetta er samt góður drengur.Hann er reyndar eitthvað að taka sig á og sést sjaldnar með túttuna núna.En ég veit að hann er með mikið dálæti á túttunni og kæmi mér ekki á óvart að hann myndi fara á heimsenda fyrir túttuna. Eða allavega til Danmerkur.
Athugasemdir
Veit... veit.... svona er þessi sogþörf!
Túttan (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 18:48
Það eru nú bara einhverjir " tittir" sem verða svona háðir túttum.
Rannveig H, 23.7.2008 kl. 00:19
Þetta hefur vitaskuld verið svona blúndutútta eins og ég.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.7.2008 kl. 00:42
Helga,það er mjög líklegt að þetta sé "leather and lace", ég hef aldrei séð hana í flísi.
Yngvi Högnason, 23.7.2008 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.