Að tapa í leik.

Úr viðtali við boltaþjálfara í seinni fréttum í kvöld:
   Já,þetta var dálítið sérstakt hérna,þetta var eiginlega þvert á okkar áætlanir.Við ætluðum að vera þéttir til baka og svona vinna okkur inn í leikinn og koma á þá marki og sjá hvort það kæmi þeim úr jafnvægi en þá bara eru eftir tæpa mínútu, 1-0 undir og en ég er mjög ánægður með liðið okkar að þrátt fyrir þetta högg, að halda áfram að berjast í leiknum og koma til baka.......  
   Hverskonar talsmáti er þetta? Mig skal ekki undra að þetta lið skíttapi ef að þjálfarinn getur ekki tjáð sig betur en þetta, reyndar er hann ekki einn um svona bull í hópíþróttum.Það á ekki að þurfa að bulla þó að liðið tapi, það er nóg að segja t.d: Við töpuðum af því að hinir voru betri.
   Skrýtið að láta alltaf eins og að erlendir mótherjar hafi ekki neinar áætlanir og komi algerlega óundirbúnir til leiks. Hvernig á að vera þéttur til baka?Þegar ég var þéttur hérna áður þá varð allt vitlaust , tala nú ekki um þegar ég kom til baka.Og auðvitað er það alltaf þvert á áætlanir ef að hitt liðið skorar eftir tæpa mínútu. Og mig skal ekki undra tap, ef að leikmenn eru alltaf að flækjast eitthvað annað og þurfa sí og æ að vera að koma til baka.En gott hjá strákunum að fara ekki að grenja og klára hinar 89 mínúturnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband