26.7.2008 | 10:22
Dublin.
Upp úr 1980 urðu helgarfyllerísferðir til útlanda vinsælar. Fór ég í eina slíka til Dublin og hefur það líklega verið ein af þeim fyrstu þangað. Þetta var hin besta ferð og skemmtu menn sér hið besta. Þar sem að konur voru með í för þá var dágóðum tíma varið verslunarferðir. Þótti mér ekki og þykir ekki enn gaman að þræða verslanir og leita að einhverju ódýru. Var því úr að ég beið oftast fyrir utan og horfði á fólkið. Hafði ég af því góða skemmtun því að á Írlandi býr ekki fallegasta fólkið og var þar margur skrýtinn fýrinn sem að ég sá. Hef ég oft spáð í að skreppa aftur þarna út en nú fann ég út hvernig ég get sparað mér það.
Að vera fyrir utan Bónus á Laugavegi er nefnilega ekki ósvipað og að vera í Dublin hvað þetta varðar.
Að vera fyrir utan Bónus á Laugavegi er nefnilega ekki ósvipað og að vera í Dublin hvað þetta varðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.