29.7.2008 | 19:36
Töff.
Ég keypti mér annan bíl um daginn,svona aðeins meiri drossíu en hinn sem að ég hef verið á.Hef ég hingað til verið nokkuð ánægður með drossíuna.Og þar sem að blessuð blíðan er búin að vera í dag, þá skrapp ég aðeins í bæinn,bara smá rúnt. Og af því að ég er töffari,þá ætlaði ég að keyra með opinn glugga og arminn á brúninni. En það var ekki hægt vegna þess að þetta er ekki vel hannaður bíll.Það er ekki töffaralegt að vera með olnbogann fyrir ofan eyru,út um opinn glugga. Ég var ekki búinn að prófa þetta áður en lét mig hafa það þó að einhverjir væru að glápa.Upp í Neinn og keypti mér undirlegg eins og krakkarnir sátu á þegar þau voru minni. Allt annað líf og núna rúnta ég um með arminn úti, óþreyttur í öxlinni og horfi niður á fólk.
Einu sinni töffari,alltaf töffari.
Athugasemdir
Nema hvað! Einu sinni töffari, alltaf töffari! Persónulega... finnst mér þetta mjög smart lausn hjá þér!
En segggðu mér? Nærðu þá niðrá bensíngjöfina?
Túttan (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 07:51
Átt þú ekki að vera að læra?
Yngvi Högnason, 31.7.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.