1.8.2008 | 14:14
Frasar.
Það hefur verið venja hér að einhverjir frasar verði mönnum tamir,sérstaklega ef að fólki finnst þeir vera fyndnir. Eins og t.d:" Alltaf í boltanum" og fleira í þeim dúr frá Ladda, sem á líklega flesta frasana sem að hafa verið að drepa mann í gegnum tíðina. Það getur verið að ég hafi elt menn í því að gaula upp svona frasa án þess þó að muna sérstaklega eftir því. Hefur mér þótt þetta hálf hommalegir taktar og ekki skánaði þegar sá nýjasti,"já sæll" hljómar úr öðrum hverjum munni. Það er nefnilega afskaplega kjánalegt að vera í félagsskap mótorhjólakappa,sem að gapa í tíma og ótíma: já sæll, já fínt,já sæll. Án þess að vita að nafnið Felix er úr latínu og þýðir:sæll. Ég ætla að fylgjastmeð næst þegar ég heyri einhvern upp í klúbb segja: Já Felix,já fínt, já Felix.
Maður veit aldrei hver er næstur út úr skápnum.
Maður veit aldrei hver er næstur út úr skápnum.
Athugasemdir
Þetta er ekkert minna en óþolandi andskoti. Og það sem fer sérstaklega í taugarnar á mér núna er þetta "já, þú meinar" og svo er ekki sagt meira. Meinar hvern djöfulinn? Af hverju klárar fólk ekki setninguna ef það vill meina að ég meini eitthvað yfirhöfuð? Huhhh!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.8.2008 kl. 15:58
Jamm, gleymdi þessu, hef nokkra nálægt,stundum, sem að meina......
En, gaman að sjá þig aftur,gleymdi ég nokkuð gleraugunum hjá þér?
Yngvi Högnason, 3.8.2008 kl. 18:16
Nei, en ég týndi lesgleraugunum mínum af hausnum þegar ég var að múga fyrir binding í sveitinni í síðustu viku. Svo ef það sést kálfur með gleraugu þarna fyrir norðan þá veistu skýringuna á því.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.8.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.