8.8.2008 | 09:31
Í tilefni sýningar
Ég er svakalega fastheldinn á marga hluti. Eins og til dæmis, á morgnana þegar að ég klæði mig, þá fer ég alltaf fyrst í sokkana.Líka borða ég oftast það sama í morgunmat og er kannski ekkert mikið fyrir nýjungar,hverjar sem að þær eru. Hvers vegna á að vera breyta því sem að manni finnst vera gott? Einu sinni átti ég bíl sem að mér fannst vera svakalega góður og ætlaði aldrei að láta hann frá mér. Sá ekki vitleysuna í því að eiga gamlan og slitinn bíl fyrr en sá er gerði við hann fyrir mig, sendi mér yfirlit um viðgerðarkostnað fyrra árs. Þá var komið nóg af því.
En aftur til fyrri tíma. Það hefur líklega verið árið 1960, sem að ég fór í fyrsta sinn einn til rakarans. Það var í Neðstutröð í Kópavoginum og var hægt að fá þar burstaklippingu eða herraklippingu.Rakarinn þar hafði klippt mikið uppi á Velli og var góður í burstaklippingu.Var ég í minna lagi þá og þurfti ég að sitja á fjöl í stólnum til þess að hægt væri að klippa mig .Man ég að þegar ég kom heim,þá var ég afskaplega stoltur af því að hafa farið einn og fengið flotta burstaklippingu. Skömmu síðar þá flutti ég úr Kópavogi og kom ekki á þessa stofu fyrr en mörgum árum síðar. Rifjaði ég þá upp kunningsskap við rakarann og son hans, sem að var fyrir löngu farinn að klippa með föður sínum.Og af því að ég er svo fastheldinn þá fer ég enn og læt klippa mig þarna en þarf ekki fjölina sem að ennþá er til.En nú er ég klipptur hjá syninum,því að sá gamli dó fyrir tveimur árum, eða þar um bil.Og nú klippir sonurinn þar um ókomna tíð,með syni sínum,sem að hefur líka lært fagið og byrjaði á meðan sá gamli var enn að.Þrír ættliðir á sömu rakarastofu,klippandi, er ekki algengt en algengt er að sérvitringar á við mig mæti þarna fram í andlátið eða á meðan eitthvað er að klippa.
En enginn er ómissandi og ekki veit ég hvar ég væri í klippingu í dag ef að sá elsti hefði verið hommi.
Skyldi vera mikið um þrjá ættliði homma í sýningunni nú um helgina?
Athugasemdir
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.8.2008 kl. 04:29
Það er ekki atriði að kenna um,blessað fólkið getur ekki að gert frekar en hvíta fólkið sem að er svart í annan eða þriðja lið og eignast svartvoðung,öllum til undrunar og"ánægju".
Yngvi Högnason, 10.8.2008 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.