Mannvonska?

Í júlí sl. var mikið um að vera í máli Ramses og fóru fjölmiðlar og þá ekki síst nöldurbloggarar mikinn um mannvonsku yfirvalda og þá sérstaklega Björns Bjarnasonar.  Ekki var allt þar sagt af viti né kurteisi.Varðandi blaðamenn og viðtalssnapara þá skil ég ósköp vel að Björn vilji ekki tala við blaða- og fréttamenn nema í beinni útsendingu.
Eftirfarandi er tilvitnun í blogg Björns og ekki er málskrúðinu fyrir að fara en sagt það sem segja þarf:

Miðvikudagur, 23. 07. 08.

Sigmar Guðmundsson ræddi við mig í Kastljósií kvöld og snerist samtal okkar að mestu um lögreglumál en einnig var minnst á evruna og Paul Ramses, frá Kenya, en ég sagði niðurstöðu í máli hans að vænta hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í ágúst.

Látið er í fjölmiðlum eins og einhver hægagangur sé á máli Pauls Ramses hjá ráðuneytinu. Það á ekki við nein rök að styðjast. Málið barst ráðuneytinu 9. júlí með kæru lögmanns Pauls, hún fór til umsagnar útlendingastofnunar daginn eftir, fimm dögum síðar barst umsögn stofnunarinnar og daginn eftir, 16. júlí, var hún send lögmanninum til umsagnar. Þetta er hefðbundið ferli stjórnsýslukæru en hraðinn er meiri á málinu en venjulega. Að fengnum þessum gögnum tekur ráðuneytið ákvörðun um næstu skref.



mbl.is Lögmaður Ramsesar þakkar ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Var nú þörf á því að flýta íslenska skammdeginu.. eða lengja það yfirhöfuð?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.8.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Er enginn talsmaður Björns en finnst að blogggalarar mættu hægja á sér stundum.Og þá ekki bara í þessu máli.

Yngvi Högnason, 23.8.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband