Á rauðu ljósi.

 

Þar sem að ég er athafnamaður og þarf oft að vera á ferðinni, þá kemst ég ekki hjá því að lenda í ýmsu í umferðinni. Í dag þurfti ég að bíða á ljósum og sá þá kvenmann í næsta bíl vera að tala í símann. "Já, talaðu bara, þú ættir frekar að einbeita þér að akstrinum í stað þess að vera að þessu blaðri". Hún heyrði náttúrulega ekkert í mér en ég læt svoleiðis smáatriði ekki stoppa mig. "Heldurðu virkilega að þú sért gáfuleg með símann á eyranu, ég er viss um að þú átt eftir að keyra á". Nú leit hún á mig og hélt áfram að tala. "Bla,bla,bla, það er að koma grænt brussan þín,hættu að tala og vertu tilbúin" Áfram lét hún sem að hún heyrði ekki aðfinnslur mínar. Ég þoli ekki svona fólk. Það er svona fólk sem að skemmir fyrir í umferðinni og tefur fyrir öðrum ökumönnum. Nú var að koma  grænt ljós og hún keyrði af stað með aðra hendi á stýri. "Ja, þú átt eftir að lenda í einhverju,svona fólk á ekki að hafa próf" sagði ég og ætlaði að taka af stað en þess í stað þá drap ég á bílnum því að ég hafði gleymt að taka úr fjórða gír á meðan ég hneykslaðist á stelpugopanum. Meðan ég skipti um gír þá hringir síminn minn  og ég drep aftur á bílnum í fátinu, svara: "Já,ég er á leiðinni, það er bara svo mikið af vitleysingum í umferðinni að maður kemst bara ekkert áfram,ég verð kominn eftir fimm mínútur" sagði ég og lagði á. Ég tók bílinn úr gír og beið aftur eftir grænu.
 Kjaftatífan var náttúrulega löngu farin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hahahaha Þú ert engum líkur! Rakinn snillingur!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.9.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

 Góður.

Marta Gunnarsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Rannveig H

 Mínir bestu menn eru konur sagði einhver snillingurinn.

Rannveig H, 3.9.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband