Nóg að gera.

 

Ég hef búið með fjölmörgum konum um ævina. Og man nú ekki eftir þeim öllum en tvær síðustu eru ofarlega í minni.Þessi sem ég bý með núna er með flesta hluti og aðgerðir í sambúðinni á hreinu.Og er ég bara ánægður með það. Mér finnst t.d. nóg að hugsa bara um sjálfan mig,og hjálpar hún til með því að hugsa líka um mig. Við höfum svipaða sýn á forgangsatriðin. Ég hugsa um mig,vinnuna og mótorhjólið.Hún hugsar um mig,vinnuna og heimilið.
   Og það er hún, sem er búin að átta sig á hver er aðalatriðið á heimilinu.Og það er hún, sem fer í Riverdans á morgnana við klósetthurðina meðan ég sinni mínu fyrir innan.Og það er hún, sem lagar kaffið sem ég drekk þegar ég er búinn þar. Og það er hún, sem kaupir inn, ég keyri það heim. Og það er hún, sem eldar,ég borða.Og það er hún, sem vaskar upp,ég fylgist með veðrinu í sjónvarpinu.Og það er hún,sem ryksugar og af ég verð svo þreyttur í miklum hávaða, gerir hún það þegar ég er ekki heima.Og það er hún, sem þrífur,ég blogga. Og það er hún, sem straujar gallabuxurnar og sokkana mína,ég geng í þeim.Og það er hún,sem kaupir ísinn,ég borða hann.
   Og ég? Ég keyri hana í vinnuna,snemma, fer svo heim og legg mig í smástund áður en ég fer í sundið og vinnuna. Og eftir vinnu fer ég aðeins upp í klúbb og spjalla við strákana.Og sæki hana svo í vinnuna.Og eftir alla þessa keyrslu með hana út og suður er ég yfirleitt orðinn dauðþreyttur.     
   Þá er gott að koma heim og fá sér smá kríu fyrir matinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

góður

Sigrún Óskars, 17.9.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þú ert í hörkupúli allan daginn

Marta Gunnarsdóttir, 17.9.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Jamm,og nú er enn einn dagurinn að hefjast og maður tekur þetta með æðruleysi.

Yngvi Högnason, 18.9.2008 kl. 06:51

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Djöfuls forkur ertu, drengur!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.9.2008 kl. 09:17

5 identicon

Þið sem skrifið athugasemdir haldið greinilega að maðurinn sé að grínast með þetta...??

A.H. (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:32

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

A.H., nei, okkur dettur það ekki í hug!  Sumir bara erusona.

-Má ekki fólk bara vera eins og það er?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.9.2008 kl. 13:49

7 Smámynd: Yngvi Högnason

Hæ A.H. Þú skoraðir nú ekki neitt hátt á sörvislistanum en þú bakaðir bestu pönnsurnar.

Yngvi Högnason, 18.9.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband