Á óræðum aldri.

Ég er ekki alveg að ná þessu með konur og aldur. Talaði við eina í gær sem sneri upp á sig þegar ég sagði við hana eins og ég segi við dóttur mína: allt í lagi gamla. Fólk er bara mis gamalt og það þarf ekki að fyrtast við þegar á er minnst, að maður hafi verið svo óheppinn að hafa fæðst á undan einhverjum öðrum. Það er nefnilega ekki svo slæmt að vera gamall,því ef ekki væri maður gamall þá væri maður dauður.
   En aftur að konum. Bráðum á dóttir mín afmæli. Og systur mínar einnig og sambýliskona.Hvað þær verða gamlar er ég ekki klár á. Sambýliskonan átti stórafmæli fyrir nokkrum árum og byrjaði þá að telja upp á nýtt.Dóttir mín verður annað hvort tuttugu og fimm ára eða þrítug.Ég man nefnilega ekki hvort ég var tuttugu og fimm ára eða þrítugur þegar hún fæddist. Og þegar að systrunum kemur þá vandast málið. Yngri systir mín fagnar bráðum stórafmæli, sem að ég veit ekki hvernig er hægt,því að sú eldri er umtalsvert yngri en ég, að sögn.Hvernig á þá sú sem að er yngri en ég að vera allt í einu orðin eldri en sú eldri og þar af leiðandi eldri en ég,sem að er eldri? Ég skil þetta ekki, enda er þetta tómt rugl.
   Ég kaupi kannski djúpsteikingarpott fyrir þær í afmælisgjöf. Allavega sambýliskonuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Rosalegt SÖRPRÆS!!! verður það fyrir hana. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.9.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Helga Dögg

En á ekkert að ræða þitt afmæli sem er nú bara í næstu viku? P.s. ég hef greinilega ekki erft stærðfræðigáfur mínar frá þér...

Helga Dögg, 19.9.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Ég er nú góður í Scrabble.

Yngvi Högnason, 19.9.2008 kl. 12:39

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Funny  Góð, nafna!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.9.2008 kl. 12:41

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Konur eru alltaf á besta aldri. Held ég yrði ekki sæl með djúpsteikingarpott. Djúpnudd væri betra.

Rut Sumarliðadóttir, 19.9.2008 kl. 13:02

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Rutla ofurskutla kann á þessu lagið!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.9.2008 kl. 13:58

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 19.9.2008 kl. 14:17

8 Smámynd: Yngvi Högnason

Var nú aðallega að spá í þennan pott heim,af því að mér þykir svo góður djúpsteiktur kjúklingur.

Yngvi Högnason, 19.9.2008 kl. 15:42

9 identicon

Saell , thad segir meira um thig en markt annad ad thad eru bara kvensur sem svara ther tolli p

tolli p (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 00:16

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Einmitt, Tolli... kallarnir okkar gúddera þennan fýr í bláabotn! Setja auðvitað upp augnabrúnahrukkudýragarðsspurningamerkin á sviðin með alla hina.. en Yngvi grásleppur vegna þess að hann er svo nákvæmlega "one of us" .

Furðulegur andskoti að hann er eiginlega "one of me" líka.. 

Þ.e. fíla húmorinn í rauðköflóttar ræmur.. ekkert flóknara.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.9.2008 kl. 00:42

11 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er einhver óværa hérna á sveimi stundum, maður þyrfti að eiga spray á svona nafnleysingja. En sem kvennagull er maður vanur svona nöldri.

Yngvi Högnason, 21.9.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband