22.9.2008 | 14:02
Með stæl.
Jamm, þá er afmælisdagur sambýliskonunnar liðinn. Djúpsteikingarpotturinn sló í gegn og verður örugglega vígður í kvöld. Einhver ýjaði í athugasemdum um djúpnudd og fékk ég slíkt í gærmorgun.Takk fyrir góða hugmynd.Í hádeginu keyrði ég hana í Krónuna, þó að frídagur væri hjá mér, og var keypt inn. Eftir það fékk hún að horfa á Nágranna í friði.Kórónaði ég svo daginn með stæl og bauð henni og stráknum upp á Big Mac,sem að við borðuðum í rólegu og notalegu umhverfi, á staðnum.
Athugasemdir
Mikið dekurdýr, konan þín.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.9.2008 kl. 14:29
Vona að Big Mac hafi farið vel í þig, að þér hafi nú liðið vel útí bíl á meðan konan verslaði og að það hafi ekki verið of mikið álag á þér þegar hún horfði á Nágranna. Svo getur hún náð í fjölbreytt úrval af gómsætum djúpsteikingar réttum á netinu. En auðvitað bara þegar þú þarft að sinna öðru en blogginu.
Marta Gunnarsdóttir, 22.9.2008 kl. 19:16
Fer yfirleitt út þegar Nágrannar eða Boldið fer í gang. Og ég fer alltaf með inn í búðir til að fylgjast með,því ekki má ísinn gleymast. Og það þarf engar uppskriftir fyrir franskar og kjúkling.
Yngvi Högnason, 22.9.2008 kl. 20:26
Þú gerir þetta allt með stæl nú sem endranær, áttu ekki afmæli sjálfur einhverja næstu daga?
Rannveig H, 23.9.2008 kl. 14:10
Jú - og fær örugglega hamar frá konunni. Held að hana langi í nýtt hús.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.9.2008 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.