29.9.2008 | 08:38
Greyið.
Ekki veit ég hvenær bloggið byrjaði en fullt af fólki tjáir sig hér,sem hefði ekki að öðrum kosti skrifað orð á blað. Þegar svo margir fara af stað þá má búast við allskonar ambögum, sem að einn étur upp eftir öðrum. Það er eitt orð sem að hefur upp á síðkastið verið vinsælt á kerlingabloggunum og apar það hver eftir annarri. Þetta er orðið "húsband", sem að einn bloggari notar öðrum fremur,oft,enda með ritræpu. Þetta er orðskrípi og bloggarinn virðist vera víðförull í mannheimum og hefur átt fleiri en eitt "húsband". Núverandi "húsband" á örugglega bágt. Greyið.
Athugasemdir
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.9.2008 kl. 09:21
Mér þætti nú gott að eiga stykki húsband, sérstaklega þar sem það er partý framundan og gæti verið gott að draga það fram til að skemmta gestunum...
Helga Dögg, 29.9.2008 kl. 16:04
Ég er í þessum skrifuðu orðum að koma mér upp " húsbandi" Var ekki talað um húsbandið,þegar hljómsveit viðkomandi skemmtistaðar spilaði?
Rannveig H, 30.9.2008 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.