Kerti og spil.

Nú les maður svo mörg kreppublogg að maður verður bara eins og uppblásinn kútmagi með tilheyrandi ólykt að innan. Því ekki er það á mínu færi að setja hönd undir kinn,verða spekingslegur og leysa heimskreppuna eða koma með tillögur í þá áttina eins og t.d. eftirfarandi sem að ég sá:

.....Nú þarf fólk að fara að vakna og það strax. Mér sýnist sem menn átti sig ekki á fyrir hvað Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn eða IMF stendur
.....
.....Svo er nú komið fyrir þjóðinni í lok útrásarinnar, sem margir lofuðu í bak og fyrir, að þjóðin þarf að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins......
......Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fjallar í grein í Morgunblaðinu í dag um tækifærin sem felast í nýliðnum atburðum til að staldra við og endurmeta það sem skiptir máli.....
   
    Nei, svona færleika á ég ekki til. Þess vegna fór ég með guttanum í Kringluna í gær til að kaupa jólagjafir. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg

Iss, fæ ég sem sagt bara eitthvað drasl sem keypt var á Kringlukasti?

Helga Dögg, 13.10.2008 kl. 18:48

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Áttu hakkavél?

Yngvi Högnason, 13.10.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband