Baggalútsbull.

 Samkvæmt orðabókinni þá segir að orðið baggalútur merki ásamt fleiru, litlir drengir. Og víst mun svo vera,það hljóta að vera litlir drengir sem hljóðrita lag, alls ekki óáheyrilegt, með slíkum ambögum í texta að illt er að heyra. Það er á þennan hátt sem að bullið festist í málinu.

Það er laugardagskvöld, það er gleðin við völd
það var sagt mér að það væru píur hérna,
sem vilja reyna sig við mig.
Það er laugardagskvöld, það er gleðin við völd
það var sagt mér að það væri partí hérna
sem vantar bara mig í sig.

Nánar hér:http://baggalutur.is/party/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ljótt er að sjá. Best að bæta við ósómann, upp er runninn enskur öskudagur. happy halloween fairy

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 31.10.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Nú? Þurfa bretar nokkuð að breyta um í tilefni dagsins? Þeir eru margir ljótir og hrekkjóttir jafnaði.

Yngvi Högnason, 31.10.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þeir eru forljótir upp til hópa og litlir eins og rassálfarnir í Ronju. Við mæðgurnar erum að hugsa um að hrekkja þá með því að mæta í hrekkjavökugleðina á þorpskránni í kvöld klæddar eins og hryðjuverkamenn og gá hvað gerist. Þó þeir næðu mér niður þá er ég viss um að Rósan myndi skjóta þeim amk skelk í bringu. Helst þó einhverju harðara...

Mér þykir þessi hrekkjavaka reyndar hálf hvimleið afsökun fyrir börn að betla og foreldrana að drekka brennivín. Við eru fullfærar um allt slíkt innan veggja heimilisins. Með eða án búninga...

Talandi um búninga, í fyrra vann jafnaldra mín hér neðar í götunni fyrstu verðlaun fyrir viðbjóðslegan nornabúning. Sérstaklega var til þess tekið hversu gríman hefði verið hrollvekjandi með öllum vörtunum og hárbrúskunum sem hringuðu sig upp úr þeim. Það kom ekki í ljós fyrr en hún var kölluð upp til að taka við verðlaununum að hún var ekki í búning.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 31.10.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband