5.11.2008 | 11:30
Íslenskir vitleysingar.
Ég þurfti að vakna kl. fimm í morgun og áður en ég fór út þá athugaði ég fréttir á netinu. Þar sá ég það sem ég hafði búist við, Barak Obama var kosinn forseti. Ég ætla ekkert að velta mér upp úr því neitt meira en skondið var að sjá bloggið um þessa frétt. Ábúðarfullur karaókífréttamaður að norðan, kl.4.35:Barak Obama kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þessi heldur líklega að fólk skoði blogg hans áður en það les fréttir . Annar frá Vestmannaeyjum: Til hamingju Obama. Þessi og fleiri halda að Barak Obama skelli sér á mbl.bloggið til að athuga hvað íslendingar hafa um kosningarnar að segja. Þetta er bara sýnishorn en hægt er að lesa svona gullkorn víða á blogginu. Í morgun hefur símatími á útvarpi Sögu verið á hjá mér.Við þá hlustun og lestur bloggsins, þá skal mig ekki undra þessa kreppu hér.Við erum svo skelfilega vitlaus.
Athugasemdir
Sælir eru einfaldir því þeir vita ekki hvað þeir eru vitlausir.
Ertu EKKI búinn að óska Obama til hamingju enn???
Marta Gunnarsdóttir, 5.11.2008 kl. 21:09
Hæ Marta. Ég sendi honum SMS. Seinna.
Yngvi Högnason, 5.11.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.