29.11.2008 | 18:42
Á Austurvelli.
Það voru mótmæli á Austurvelli í dag sem fyrri laugardaga. Allt fór friðsamlega fram sagði í fréttum. Mér finnst allt í lagi að fólk mótmæli þó að ég nenni ekki að flækjast þangað niður eftir í brunagaddi eins og var í dag. Líklega er ég svona latur og værukær að ef svona mótmæli ganga þá er það í lagi mín vegna .Eins ef þau ganga ekki þá er það líka í lagi mín vegna. Eins og þegar verður rafmagnslaust í blokkinni,þá er alltaf nóg af fólki til að hringja og kvarta,ég nenni því ekki. En það sem er yfirleitt eins á svona fundum eru ræðurnar. Ekki innihaldið, heldur framsagan. Ræðumenn æsa sig og lýðinn og halda að því meiri æsingur,þeim mun meiri árangur. Það getur vel verið rétt en einhvern veginn þá minna þessir ræðumenn á litlu tvistpokana sem sumt fólk kallar hunda. Og skilur eftir í bílnum sínum fyrir utan Bónus á meðan það skreppur inn til að styrkja útrásarvíkingana. Þar sem litlu kvikindin bíða í bílnum, haldandi að þeir séu varðhundar,þá er afskaplega gaman að banka í bílglugga og heyra þá gjamma sig hása,haldandi að gjammið sé eitthvað sem að fólk tekur mark á. Þessi litlu kvikindi mega gjamma fyrir mér.
Líka ræðumenn á Austurvelli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.