Skríll.

Þá er skríllinn kominn í gang. Mikið hljóta foreldrar þessara ungmenna að vera stoltir af sínum. Pakk. Skítapakk.


mbl.is Mikill viðbúnaður við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

þessi skríll verður bráðum það eina sem býður forpokuðum stjórnmálamönnum byrginn.

sjálfur ertu skítapakk fyrir að kalla þá skríl.

Diesel, 8.12.2008 kl. 16:15

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ég get ekki að því gert að það fer í taugarnar á mér að þeir sem harðast ganga fram á blogheimum geti ekki skrifað undir eigin nafni. Ég mun ekki taka svo djúpt í árinni að kalla þetta fólk skríl en ??????

Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 8.12.2008 kl. 16:18

3 Smámynd: U4ea

Yngvi, hvað kemur aldur þessa fólks málinu við?

Ertu á móti því að ung fólk tjái sig eins og við sem erum eldri?  Hvað kemur þetta foreldrum þeirra við?  Einstaklingar hafa málfrelsi og þýðir ekki að setja sig á einhvern háan stall og láta eins og þetta fólk sé verra en ég eða þú.

Þetta unga fólk, er að koma sínum skoðunum á framfæri eftir þeim leiðum sem þau telja orðið einu leiðina færa fyrir sig.  Að kalla fólk nöfnum eins og skítapakk eða pakk sýnir bara þroskastig þitt sem "fullorðins" einstaklings.

U4ea, 8.12.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lokins, loksins fór að renna blóðið í kynslóðinni sem þessi ríkisstjórnarhænsni eru búin að skuldsetja fyrir lífstíð.

En kannski er jákór sjallanna tilbúinn að láta millifæra þessa aura á sig?

Árni Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 16:19

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er fólkið sem á að erfa skuldirnar.

Magnús Sigurðsson, 8.12.2008 kl. 16:19

6 identicon

Þeir eiga glæstar hallir, þeir eiga lúxusbíl,

þeir eiga meira en nóg til hnífs og skeiðar.

Þeir kæfa okkur í táragasi og kalla okkur skríl,

þeir koma okkar vandræðum til leiðar.

Hildur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:29

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ömurlegt þetta unga fólk sem hefur skoðun á því að það sé búið að ræna það frámtíðinni og njörva það niður á skuldagaleiðuna um alla framtíð...furðulegt að eftir níu vikna friðsöm mótmæli og akkúrat engin viðbrögð sjtórnvalda sem enn tala niður til fólksins með lygum og hroka...að fólk skuli nú færa aðgerðirnar upp um eitt stig og prufa að hafa hátt yfir hlandmáttlausum alþingismönnum og konum. Já ÉG Á EKKI ORÐ YFIR ÞESSUM SKRÍL..EÐA ÞANNIG.

Ég hef miklu meiri áhyggjur af miðaldra varðhundum kerfisins sem dúkka nú upp um allt blogg og eru skíthræddir við alvöru baráttu fyrir lýðræði sem var fyrir löngu stolið frá þeim og þeir eru ekki enn búnir að fatta það. Segi það satt!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.12.2008 kl. 16:49

8 identicon

Yngvi. Þú er fífl!!!

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:18

9 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Tek upp hanskann fyrir Yngva. Skrílslæti eru framkvæmd af skríl. Þessi skríll  talar ekki fyrir mína hönd. Ég er ekki búin að gleyma látunum við löggustöðina þegar Haukur var handtekinn fyrir gamlar syndir. Nú var hann handtekinn aftur og má dúsa inni mín vegna. Það vantar ekki svona fólk eins og hann á göturnar. Hann gerir ekkert gagn en bara sjálfum sér ógagn með svona hegðun.

Marta Gunnarsdóttir, 8.12.2008 kl. 18:24

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég er gamall skríll sem löngu væri búinn að gera læti ef hann væri yngri og nær...  Þó fékk skríllinn sá prýðis uppeldi og kemur frá góðu heimili.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.12.2008 kl. 19:43

11 Smámynd: Yngvi Högnason

Takk fyrir Marta. Gaman að sjá fleiri en þrjá koma með athugasemd hér inn og það málefnalegar og undir nafni að sjálfsögðu. Að ég sé fífl er löngu vitað af þeim sem þekkja mig. Aldur þessa fólks kemur þessu ekki við nema að í fréttinni var talað um ungmenni.Orðið skríll merkir skv. orðabókinni; siðlaus múgur,ruslaralýður,aga og menningarlaust fólk. Þess vegna notaði ég það.Því ekkert í lögum okkar eða stjórnarskrá gefur þessu fólki rétt til að ráðast inn í Alþingishúsið og ekki var það að mótmæla. Það var með dónaskap ruslaralýðsins. Það eru ekki svona eða svipuð tilvik til í okkar menningu. Bónusheilinn var ekki handtekinn núna,hann hefur líklega verið í "vinnunni". Einhver sagði þarna að þetta væri fólkið sem að erfir skuldirnar. Kannski er það rétt og hvað með það?Og með hverju ætlar það að borga? Hef ekki hugmynd en líklega verður léttara hjá þessu unga fólki sem að kemur að góðu búi, sem að hinir eldri hafa lagt upp í hendur þess.Þegar ég var yngri var ekki eins björgulegt á Íslandi og nú er.Kannski þetta pakk fari að vinna fyrir sér og skilji að það gerir það enginn fyrir það.
  Orðið pakk merkir skv. orðabókinni;skríll,hyski eða ómerkilegt fólk.

Yngvi Högnason, 8.12.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband