10.12.2008 | 20:07
Töffari.
Það er ekki víst að margir muni eftir þessum. Hann söng þetta lag árið 1971, þá fjörutíu og átta ára gamall. Röddin var dálítið sérstök og man ég glöggt eftir þessu lagi. Heyrði það fyrst í Kanaútvarpinu, í Keflavíkurrútunni á leið suður úr,líklega á kvennafar eins og fyrri daginn.Líka man ég eftir háhæluðu skónum mínum og því hvað ég var mikill töffari þá,eins og þessi.Með næstum samvaxna barta og sítt slétt hár. Ég hefði vaðið meira í kvenfólki ef þær hefðu fattað að ég var að horfa á þær en svo var ekki, ég var nefnilega svo tileygður að þær héldu alltaf að ég væri að glápa út um gluggann.
Athugasemdir
Þetta hefur blessunarlega alveg farið framhjá mér.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.12.2008 kl. 12:24
Hlynur ritstjóri sagði mér að ég yrði stundum tileyg þegar ég væri þreytt. Mér þótti þetta skelfilegt að heyra og gramsaði samstundis upp allar myndir sem ég fann af mér og grandskoðaði þær til að hrekja þessar ógeðisfréttir. Ég fann ekki eina einustu þar sem ég horfi ekki í sitthvora áttina...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.12.2008 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.