Terry Jacks.

Það er einhver nostalgía í gangi núna. Terry Jacks var frá Kanada og gerði ekki margt vinsælt sem þetta lag. Þetta var vinsælt 1974 og mikið spilað af hljómsveitinni Hafrót í Klúbbnum.Þangað fór maður stundum og átti oftast vísan stað hjá Óskari og Stínu á neðstu hæðinni, þau biðu ekki með borð fyrir templara. Á þessum tíma er maður að mótast sem töffari eins og sjá má á tónlistarvalinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er eitt af þessum ógleymanlegu. Skyldi ég hafa rekist á þig í Klúbbnum? Mér leið líka best niðri. Þetta voru töfrandi tímar.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.12.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Það var oft mikið um stelpur í kringum mig, þannig að ekki er víst að þú hafir séð mig þar sem ég var í miðju stóðinu, að mig minnir. Síðar fór maður á Sesar í Ármúlanum, rosalega töff í heimasaumuðum denim jakkafötum án innaná vasa.Með filterlausan Pall Mall í brjóstvasanum, pantandi þrefaldan brennivín í kók á barnum.
   Það hrímaði af manni,maður var svo kool.

Yngvi Högnason, 12.12.2008 kl. 18:53

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Maður verður kulsælli með árunum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.12.2008 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband