13.12.2008 | 10:48
Wipeout.
Á árunum 1966 til 1971 var í útvarpinu þáttur sem að hét: Á nótum æskunnar. Þar voru spiluð þau lög sem voru nýjust hverju sinni.Stjórnendur voru tveir, Dóra Ingvadóttir einkaritari,síðar framkvæmdastjóri útvarps og Pétur Steingrímsson tæknimaður og síðar hjá Umferðarráði. Hlustaði ég sem oftast á þessa þætti og tók upp á segulband og á enn sumt af því.Það var ekki mikið um tónlistarþætti á þessum tíma og fylgdist ég vel með þeim þáttum sem að voru og safnaði nýjustu lögunum á band. Á þessum tíma voru það lögin við vinnuna,lög unga fólksins með Bergi Guðnasyni og síðar Hemma Gunn og Gerði G.Bjarklind. Óskalög sjómanna með Eydísi Eyþórsdóttur og óskalög sjúklinga á laugardagsmorgnum með Kristínu Sveinbjörnsdóttur.Hjá Dóru og Pétri var kynningarlagið til að byrja með lagið Wipeout með hljómsveitinni Surfaris frá 1963 en hérna kemur það með hljómsveitinni Ventures. Flottur kallinn á trommunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.