16.12.2008 | 20:56
Enn í ræktinni.
Ég var um daginn að spjalla aðeins um konu sem að ég hitti í ræktinni. Fyrst til að byrja með þá vissi hún ekki að við værum að hittast og lét bara eins og ég væri ekki til. En þetta kom smátt og smátt hjá mér og núna erum við farin að tala saman. Ekki mikið en þó, "góðan daginn" og "það er kalt núna" segi ég og tekur hún bara vel undir. Og er ég að undirbúa meiri og dýpri samræður. Mér finnst ekki gott að tala á meðan ég er á hlaupabrettinu ,móður og andstuttur, það er ekki töff. Ekki heldur í tækjunum,þá er ég að passa að vera grettulaus. Það er eiginlega best á mottunni þegar við liggjum þar saman en við erum ekki orðin svo náin enn en það kemur. Það er frítt kaffi uppi og höfum við fengið okkur kaffi þar oft eftir puðið. Ég er að hugsa um að setjast við sama borð og hún bráðum og byrja þá að spjalla alvarlega við hana. Það er verst ef að ég þarf að lesa einhverjar íslenskar bókadruslur til að vera viðræðuhæfur en ég læt mig hafa það. Líklega byrja ég bara á bílnum hennar, spyr hvaða módel hann er og hvað eyðir hann miklu. Svoleiðis standardar klikka ekki.Ekki fyrir mann með mitt útlit. Svo getur þetta orðið nánara og hver veit hvar maður eyðir gamlárskvöldinu. Ég get alltaf sagt heima að ég verði á vakt með hjálparsveitinni,það virkar alltaf.En ég verð að passa mig aðeins,því ef ég set allt púðrið í þetta í einu þá kannski losna ég ekki við hana aftur ef að hún er ómöguleg.Og kannski á hún krakka sem ég vill ekkert með hafa. Og hvað ef hún á kall? Það er nú meira ófrelsið í þessu kvenfólki, maður leggur sitt til og hvað hefur maður upp úr því? Ekkert nema undirferli. Það hefði nú verið hægt að láta mann vita um þennan kallandskota og þessa ómegð,ég hef annað við tímann gera og vil ekki eyða peningum í rándýrt kaffi til einskis. Heldur hún virkilega að maður sé bara einhver einfaldur vel vaxinn gripur sem að hún getur ráðskast með að vild? Með sand af seðlum tilbúna í kaffihúsasukk? Nei, ég læt ekki bjóða mér svona meðferð, ég ræði alvarlega við hana á morgun.
Eða hinn.
Athugasemdir
Þetta minnir mig á ákveðinn mann sem ber nafnið Ragnar Reyk....
Ertu eitthvað skyldur honum Gangi þér betur með næstu.
Með kveðju María.
María (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:00
Ertu sikk tolli p
Tolli puki (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 20:40
Hér koma tvö ráð sem henta þér hugsanlega;
Marta Gunnarsdóttir, 25.12.2008 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.