Yfirgangur.

 

Þetta gengur ekki lengur, ekkert verið skrifað hér um langa hríð. Það hefur verið ýmislegt í gangi samt sem ekki er umtalsvert. Nú er ég búinn að vera í ræktinni í nokkra mánuði og hefur það gengið nokkuð vel. Að ég hélt. Ég steig nefnilega á vigtina og fannst ekki mikið til um þessi sex kíló. Sex kíló er reyndar töluvert hjá sumum en ekki hjá mér. Ég hef verið nokkuð samviskusamur með mætingu og skil því ekki aukna þyngd upp á sex kíló. Þar sem ég var óánægður með þetta þá vildi ég láta umsjónarmann ræktarinnar heyra það, Fór til hans og tjáði honum óánægju mína og vildi fá afslátt vegna lélegra tækja.Hálf ónýt hlaupabretti sem snúast allt of hratt, kringlótt lóð á allt of þungri stöng,léleg dagskrá á sjónvarpsskjáum og fullt af tækjum sem enginn kann á. Það væri nú ekki vænlegt til árangurs,að standa svona illa að hlutunum. Lét ég hann hafa það óþvegið og snerist á hæl. Þar sem ég gekk á braut, fann ég bankað í hvirfilinn á mér og átti hann víst eitthvað ósagt við mig. Þar sem ég er sanngjarn þá ákvað ég að hlusta aðeins á hann og horfði því upp til hans og beið. Hann byrjaði að afsaka sig og aðra þarna og þeir vildu ekki missa mig eða aðra óánægða út án þess að blablabla..... Eins og ég nenni að hlusta á svona kvak. Hann sagðist hafa verið að fylgjast með mér og ég væri eini maðurinn sem að kæmi með nesti.Nesti? Auðvitað kem ég með nesti,maður verður nú svangur eftir nokkrar mínútur á þessu bretti.Ein samloka er svo sem ekki mikið. "En það er hluti af þessari rækt,æfa,prótein,brennsla og blablabla ". Það er aldeilis að hann getur malað þessi drengur."Ég skal taka þig aðeins fyrir og kenna þér á tækin.....". Ég heyri ekki allt sem hann segir því gyðjan mín gengur í salinn og grípur athyglina. Ég hef verið að skoða hana aðeins og er að spá í spinningtíma með henni. Er búinn að finna út hvenær hún mætir þar. ....."og taka fyrir mataræðið hjá þér". Hann er ennþá að tala. Hvað ég borða? Mat auðvitað. Hann vill fá að vita eitthvað nánar um það. Ókei. Á morgnana fæ ég mér þykkmjólk og kaffi á eftir.Eitthvað á ég eftir af smjördeigskökum frá Ameríku sem þarf að klára og eru þær mjög góðar með kaffi.Dóttir mín gaf mér súkkulaðihúðaðan lakkrís og rúsínur,maður hendir ekki svoleiðis,heldur klárar maður það hægt og rólega á milli mála. Í hádeginu eru nokkrar brauðsneiðar og mjólkurglös.Ef ég skrepp frá þá er ekkert sætt í bílnum,bara piparbrjóstsykur,sterkur.Um eftirmiðdag er oft laumað að mér kleinuhring eða tebollu með súkkulaði. Þetta er vara með lítið geymsluþol og er ég ekki vanþakklátur svo ég klára yfirleitt það sem skammtað er. Eftir handónýtan tíma í ræktinni kemur maður svo orkulaus heim og eins gott að þar er hugsað um mann.Þar rétt nartar maður í eina eða tvær kótelettur og franskar,aspas og gulrætur.Ekki er það nú til að belgja mann út. Svo er smávegis eftir af jólakonfektinu sem tekur mesta gulrótarbragðið. En þegar Friends byrjar þá kemur einn lítill ís sem varla tekur að tala um. Flögur og ídýfa er ekki nema um helgar. Þetta er allt og sumt. "Allt og sumt" galar þjálfinn,"veistu hvað þetta eru margar hitaeiningar......." . Gyðjan er farin að teygja og athyglin beinist að henni og ég heyri ekki lengur í honum. " .... og set ég upp æfingaplan fyrir þig ,fer yfir þetta með þér og hættu að glápa á kvenfólkið,þá fer kannski eitthvað að ganga hjá þér". Hann getur talað út í eitt þessi drengur. Ég jánkaði þessu þó ekki hefði ég heyrt helminginn af því sem hann sagði. Frekjan í þessu liði.
  
En það er best að prófa þetta aðeins lengur,fá smá leiðsögn.Allavega endurnýjaði ég árskortið á leiðinni út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg

Varstu aftur búinn að fá leyfi fyrir ís?

Helga Dögg, 8.1.2009 kl. 18:11

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Jamm

Yngvi Högnason, 8.1.2009 kl. 19:28

3 identicon

sael .thater skritid ef thu ert ordin feitur en svo for fyrir ther  eins og morgum odrum af okkar felogum i æsku en er eg bara 78 nokkid gott  ,en thu ert nu frekar litil svo 30 kg. er ansi mikid Tolli P

tolli P (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband