10.1.2009 | 19:23
"Fokk".
Nú er kominn tími fyrir mig til að taka þátt í mótmælum niðri í bæ eða annars staðar. Mér hefur nefnilega ekki þótt þeir hingað til á Austurvelli vera málefnalegir. Um daginn misskildi ég eitthvað frá þeim og fór niður eftir, ætlaði að sjá eina dökkbláa en þá var það bara Dimmblár krakki.Ekki alveg fyrir minn smekk. En nú er annað uppi á teningnum,fólk með gáfuleg skilti og málefnin gusast úr ræðumönnum. Nú vil ég vera með,loksins er fólk farið að tala mál sem ég skil, kjarnyrta íslensku. "Helvítis fokking fokk".
Athugasemdir
H AE HAE, ernu ekki komid nog ad dabba slefinu í ther komd og motmaelr med okkur hinum sem skuldum 2fald vegna thes ad dabbi kongur er seldabanka st.besttu kv.
TOLLI P (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 02:36
Ekki veit ég hvaða kjáni þessi Tolli er,en hann þarf ekki að skrifa hér mín vegna.
Yngvi Högnason, 11.1.2009 kl. 10:06
Þessari upphrópun fannst mér algerlega ofaukið í áramótaskaupinu. Sérstaklega þar sem 9 ára dóttir mín sat við hliðina á mér að horfa á þennan "fjölskylduþátt ársins". Maður á nóg undir högg að sækja með að reyna að halda talsmátanum á heimilinu (skrif húsfreyjunnar eru undanþegin öllum reglum) bölv-lausum. Andskotinn hafi það!
Gleðilegt ár annars, elsku ljúfurinn minn, og takk fyrir þau gömlu góðu!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.1.2009 kl. 13:12
Takk fyrir tilskrifin Helga Guðrún. Hef lítið verið í samræðum við þig síðan fyrir jól,hinum megin,(lít þar daglega við). Án þess að hafa þó klárað það mál.
Þessi upphrópun er víst eldri en áramótaskaupið en er ekki skárri fyrir það. Það sem vakti fyrir mér með þessari færslu er ekki slettan sem slík heldur hve andleg fátækt okkar íslendinga er. Að þetta skuli á útifundi vera galað sem slagorð og sumu fólki skuli finnast þetta vera "snilld" er meira en ég get sætt mig við.
Yngvi Högnason, 12.1.2009 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.