22.1.2009 | 11:15
Uppgerðar kurteisi?
Tók nokkur eftir að Steingrímur J.var kominn með ráðherrafas í Kastljósinu í gær. Það var lítið um frekju,framhleypni og hroka sem hefur verið hans aðalsmerki. Og ekki bregðast mér íslendingar fremur en fyrri daginn,halda að framsókn sé eitthvað sem geti bjargað einhverju í þessu guðsvolaða landi. Það er aumt að halda að drengur sem ólst upp í framsóknarbæli og lifði í framsóknarbæli,skuli vera bjargráður,sem geri betur en áar hans.
Sorglegt.
Sorglegt.
Framsókn með 17% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég tók eftir því hvað Steingrímur var reffilegur. En mér dauðbrá þegar hann fór að tala um að afþakka lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það er önnur saga.
Góða helgi Yngvi.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.1.2009 kl. 21:00
Steingrímur vill kosningu strax svo hann missi ekki af öllum atkvæðunum sem skoðanakannanir sýna honum og hann hleypur á eftir þeim eins og þeim sé haldið fyrir framan hann eins og agni.
En það getur verið gaman að sjá breytingar á fólki þegar hugsanir þeirra koma svona greinilega fram í fasinu.
Marta Gunnarsdóttir, 25.1.2009 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.