30.1.2009 | 15:39
Að reykja eða ekki reykja.
Ég þurfti að skreppa niður í klúbb í gærkvöldi og á leiðinni var hringt í mig og ég beðinn um að kaupa einn pakka af sígarettum fyrir viðkomandi. Þar sem ég er leiðitamur varð ég við þessu.Ók að lúgunni á Nesti,setti arminn út um gluggann, lyfti mér í sætinu og sönglaði: "Einn Marlboro" og þóttist vera kúl. "Sjöhundruðtuttuguogfimm" mantraði lúgufésið á móti. "Ha" hváði ég og seig í sætinu. "Sjöhundruðtuttuguogfimmkall"sagði fésið aftur.Ég tók pakkann,borgaði og ók í burtu.Ég hafði sigið niður í sætið þegar ég heyrði þessa upphæð. Nú er ég búinn að vera hættur í sexhundruð og sextíu daga og þar sem ég reykti rúmlega tvo pakka á dag þá hef ég sparað á verðlagi dagsins: níuhundruð fimmtíu og sjöþúsund krónur. Ég lyftist aftur í sætinu við þennan hugarreikning og hugsaði: Það er ég sem er kúl,ég reyki ekki.
Athugasemdir
Til hamingju með reykleysið :)
Kveðja Inda
Inda (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:28
Fattaði engan veginn hvað ég er að spara mikið pr. dag! Takk fyrir þetta.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.2.2009 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.