Í framboð.

Það rignir inn tilkynningum frá fólki sem ætlar að gefa kost á sér í komandi prófkjöri hjá flokkunum. Þar sér maður ýmis nöfn sem eru kunn og önnur óheyrð og ókunn. Mér finnst dálítið skrýtið að fullt af fólki sækir núna fram með vissu um eigið ágæti og ætla ég ekki að setja út á það. En mér þætti gaman að vita hver hefur sagt þessu fólki að það sé hæft í það starf sem að þess bíður ef kjöri er náð. Og hvað veit það um störf á Alþingi? Ekki að það skipti kannski öllu máli því fullt af fólki hefur verið þar án þess að hafa hugmynd um hvað þar á að gera.En ef einhver af þessum nýgræðingum, og reyndar hinum vönu líka, ætlar að telja mér trú um að breytingar séu framundan,þá gubba ég á viðkomandi.Það koma tilkynningar um flokkaskipti,hætt við framboð,vill ekki í framboð vegna klíku og svo framvegis. Heldur einhver að þetta verði öðruvísi?

http://www.tonlist.is/Music/Player.aspx?ID=42367

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Nýtt Ísland - nýir spillingafulltrúar.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.2.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband