Fjölmiðlar sem skóli?

Það er fullt af fjölmiðlafólki á leið í framboð. Þetta byrjar gjarnan á bloggsíðu og er eitthvað á þessa leið:"Vil ég tilkynna hér formlega framboð mitt til....". Svo er komið að mannskostalýsingu og hef ég ekki séð nema fagrar lýsingar hingað til. Það má vel vera að þetta sé ágætis fólk en fyrr má nú vera sjálfsánægjan að halda að þýðingar á Reuters skeytum og stjörnuspárskrif geri einhvern hæfan til setu á Alþingi. Eða uppstrílað sjónvarpsfólk sem tekur andköf í hverri setningu vegna þeirrar ánægju að heyra í sjálfum sér og sjá.
   Ég er ekki viss um að íslenskir  fjölmiðlar séu góður skóli fyrir alþingismenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Kristinn H bauð sig fram fyrir nýjan flokk í dag,hann er sko flott skólaður úr öllum flokkum.Svo heitir það nýliðun í hverju flokk sem hann gengur í.

Rannveig H, 26.2.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Hæ Rannveig, er alveg hættur að sjá þig en ég var ekki að skrifa um flokkaflakkara og vissi ekki til Kristins.Á hann eftir að prófa annan flokk eða er hann að stofna? Framsóknarbandalagfrjálslyndraralþýðu Ufl.? Nei,það gengur ekki.Ég held að það sé of langt nafn. Fram og til baka væri skárra. X-É .Ekki slæmt,stendur fyrir :ég verð að komast að.

Yngvi Högnason, 27.2.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband