Óskemmtilegt.

Einhvern tíma skrifaði ég um leiðinlega samferðamenn í lífinu. Það sem ég meinti þá, var að það er engin leið að sleppa við einhverja sem halda að allt sem þeir geri sé skemmtilegt og fyndið. Svoleiðis persónur geta gert manni lífið leitt og eru eins og leiðindapest sem maður losnar ekki við fyrr en í kistuna er komið. Á sínum tíma nafngreindi ég sum þessara leiðindaspjalda en geri ekki nú. Þessi grey kalla sig leikara eða skemmtikrafta eða þaðan af háleitara. Og ef manni verður á að opna blað eða kveikja á sjónvarpi þá hellist þessi óværa yfir mann. Það er nefnilega fullt af fólki sem ræður yfir auglýsingafé fyrirtækja sem heldur að það sé í lagi að láta sama spjaldið auglýsa síma,prentun og pulsusjoppu með bensínsölu sem aukagrein. Mér finnst það bara ekki í lagi. Ég fékk sent afsláttarkort frá mótorhjólaklúbbi sem ég get notað í Skelplötupulsusjoppunni en ég ætla ekki að nota það þrátt fyrir verulegan afslátt. Ég vil ekki borga þar hluta af kaupi leikfífls sem heldur að hann sé skemmtilegur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Aha ég skil fyrr en skellur ,,,,,,

Rannveig H, 2.3.2009 kl. 20:51

2 Smámynd: Rannveig H

Fyrr keyri ég bensínlaus en að versla hjá Skeljaplötudótinu

Rannveig H, 2.3.2009 kl. 20:55

3 identicon

æjæj hver er að auglýsa þetta,

það hlýtur að vera sviplaust því

ég man ekki eftir að hafa séð þetta.....

en ég er  heldur ekki greiddur sni....

sigga (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband