30.3.2009 | 20:57
Verklag til góðs?
Tólf dagar. Er nokkur þörf á bloggnöldri oftar? Ekki veit ég neitt um það enda fáir sem villast hér inn og segja þar um.
Ég hef stundum skrifað um ræktina og það sem þar gerist og er eitthvað á leiðinni þaðan um gyðjur og skemmtilegheit. En í dag var ég á brettinu og gekk þar sprækur sem ungkarl. Er ég var kominn í gang,leit ég í kringum mig og sá enga sérstaka í grennd. En á næsta bretti var lítill,sköllóttur,feitur kall. Verð ég alltaf lukkulegur þegar ég sé svona skallaerni sem eru minni en ég.Ég hef séð þennan kall þarna stundum og held að hann sé á svipuðum aldri og ég. Ótrúlegt.Ekki hef ég veitt honum neina athygli fyrr en núna. Hann lullaði þarna í rólegheitum og lét sem hann væri á labbi meðfram Tjörninni. "Heldurðu að þú sért í vinnunni" hugsaði ég og herti á. "Taktu þessu rólega gamli" hugsaði ég og leit niður til hans "þú ert búinn að vera á erfiðum fundi um helgina".Hann leit ekki við mér,en tók mig á "orðinu" og vafraði af brettinu og að einhverju tæki,settist þar,spyrnti með löppunum út í loftið nokkrum sinnum.Þaðan fór hann að þrekstiga,steig á og af aftur. Að þrekhjóli,horfði á það smá stund og skellti sér svo í nokkrar teygjur. Að þeim loknum þá fór hann aftur á bretti,til að lulla smáspöl í viðbót. Ég skildi þetta ekki alveg,það var eins og allt væri á rúi og stúi hjá kallgreyinu,hann vissi ekkert hvað hann átti að gera næst. En þá mundi ég við hvað kallinn vinnur,þar er vaðið úr einu í annað með litlum árangri,ekki nema von að lítið verði úr verki í ræktinni hjá honum. Ég vona að hann sé með gott fólk í verkinu "2 +2 á Selfoss". Annars lifir maður ekki að sjá þann veg ef notað er svona verklag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.