5.5.2009 | 16:31
Krókódílatár.
Hann er örugglega saklaus,það hefur einhver laumað þessu á drenginn. Svona engilásjóna hlýtur að vera óspillt.
En í alvöru, þá græt ég krókódílatárum út af þessu máli.
Handtaka Íslendings vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki er félegt að smygla eiturlyfjum. En það yrði líklega lítið eftir af þér eftir tuttugu ára vist í fangelsum eins og eru í Brasílíu. Samúð með ógæfu annara er allt í lagi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2009 kl. 16:41
Það kann ekki góðri lukku að stýra að fá ádrepu frá Sigurði Þór. Víst yrði lítið úr mér eftir einhverja vist þarna en ekki stendur til að ég sé á leið þangað svo ekki reynir á það.Held ég að lítið yrði úr mér einnig við aðrar erfiðar aðstæður. Þessvegna myndi ég frekar spá í mótorhjólaferð um Ameríku og drekka bara kók úr bauk.
Þessi gutti hefur líklega vitað hver áhættan var áður en lagt var í hann og sé ég enga ástæðu til að hafa samúð með honum né öðrum krimmum sem eru handteknir hér eða í öðrum löndum. Get ég ekki skilið þessa grátkóra sem spretta upp þegar einhver er nappaður erlendis. Ekki hef ég heyrt af grátkór krimmanna af Arnarnesi eða Heiðmerkurhnátanna. Kannski er kókaínsmygl erlendis ekki glæpur í augum sumra.
Yngvi Högnason, 5.5.2009 kl. 17:13
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.... þessi drengur á fjölskyldu... þessi drengur á sál.... og óþarfi að tala illa um annað fólk svona opinberlega... er ekki að draga úr því að hann braut af sér.... ímyndiði ykkur hvað hefur þurft mikið til að gera svona, það gerir engin svona bara afþvíbara! maður hlýtur að vera komin á ystu nöf til að fást til að gera svona... en setjiði ykkur í spor fjölskyldunnar... og ég segi aftur... aðgát skal höfð í nærveru sálar.... og hættið opinberlegum dónaskap, þið lítið illa út í augum fólks og virðist kaldir menn að tala svona.... með von um að þið séuð það ekki.... Bryndís
Bryndís Ruth Gísladóttir, 5.5.2009 kl. 17:44
Langar til að vitna hér í orð Sigurðar Líndal lagaprófessor " Mikil lenska er að kalla afbrotamenn "ógæfumenn". Þótt til sanns vegar megi færa að mannvonzkan sé ógæfa virðist með hóflausri notkun þessa orðs gefið til kynna að mönnum sé ekki sjálfrátt og beri því naumast ábyrgð gerða sinna".
Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 17:47
"Hver er sinnar gæfu smiður" sagði einhver einhvertíma og ég veit ekki betur en það standi enn, þrátt fyir að margt hafi glatast í Kreppunni.
Marta Gunnarsdóttir, 5.5.2009 kl. 22:59
Vitið þið að fíknisjúkdómar eru viðurkenndir sem sjúkdómar í samfélaginu ykkar?
Allir bera ábyrgð gerða sinna en að gera einhvern að ekki-íslending eða persona non-grata eftir svona mistök er kannski heldur hart gegn fjölskyldu og ættmennum, því eftir sem áður er hér manneskjulegur harmleikur á ferð, það er ekki fallegt að dæma og blammera.
Farísear eru þeir kallaðir í bók bókanna sem fara með dómhörku og hroka gegn náunga sínum í ljósi eigin siðprýði og ágætis, vonandi hefur það ekki heldu glatast í kreppunni Marta.
Og að skemmta sér með kaldhæðni yfir ógæfu annara lýsir svo bara hreinni mannvonsku Yngvi minn.
Einhver Ágúst, 6.5.2009 kl. 01:15
Fjandinn hafi það, alltaf þarf einhver að verða svo heilagur að manni verður óglatt. Það er rétt hjá Mörtu með gæfuna og ef ég ætti að gráta í hvert sinn sem einhver ólánsmaður eða kona gerir eitthvað af sér þá myndi ég drukkna hér í táradal. Kaldhæðni er mín skemmtun og ef einhverjum leiðist það, þá er mér nákvæmlega sama.
Yngvi Högnason, 6.5.2009 kl. 09:56
ÉG er sko laaangt frá því að vera heilagur Yngvi, og er sjálfur kaldhæðnari en góðu hófi gegnir, en að fara fram á opinberum vettvangi gegn manni sem á yfir höfði sér alveg nægilega refsingu er bara ekkert grín.
Ég persónulega þekki til margra fjölskyldna sem hafa orðið fyrir svonalöguðu og er bara að reyna að tala þeirra máli, þeirra þekki ég ekki til afþvíð að ég er svo heilagur heldur vegna minna eiginn bresta, bresta sem ég varð að horfast í augu við því að þeir voru að valda mér skaða og gera jafnvel enn, en mér þykir leitt að valda þér ógleði Yngvi og vona að þú eigir góðann dag. En kókaín er flasa djöfulsins segir vinur minn einn og tekur fólk í hnakkadrambið og það hefur lítið um líf sit að segja eftir það.
Og jújú hver er sinnar gæfu smiður og lífið leikur svo sannarlega við mig, en það glataðist ekki margt í kreppunni, það gerðist einmitt í góðærinu, nú erum við að taka það upp aftur og dusta af því rykið.
Gangi þér vel
Einhver Ágúst, 6.5.2009 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.