Ameríka.

  "Ég þarf að fara til Ameríku " sagði ég við sambýliskonuna. Þetta var í byrjun apríl,leiðindaveður og ég kominn með nóg af skerinu. Þurfti ekki að fara en langaði burt úr volæðinu hér. Átti ekki einu sinni fyrir farinu en samt stæll á manni. "Viltu fara í Victorias Secret og kaupa fyrir mig krem?"  Hún spurði ekki hvað ég ætlaði að gera í Ameríku, enda ekki forvitin um mínar ferðir. "Hvenær ferðu?" spurði hún. "Fljótlega " svaraði ég og hélt að málið væri búið. Hún fór inn í herbergi og kom til baka með nokkra seðla:"Hérna hefurðu fyrir kreminu".  "Fimmhundruð dollarar,þetta er allt of mikið" sagði ég. "Þú kaupir þér eitthvað fyrir afganginn" sagði hún og málið var ekki rætt meira.
   Svo var það í byrjun maí, að hún spurði um Ameríkuferðina. Ég var búinn að gleyma þessu gamni en hélt samt áfram: "Það breyttist aðeins og ég fer síðar" sagði ég og hélt ég væri sloppinn. "Sýndu mér Victorias síðuna á netinu, ég ætla að biðja þig um að kaupa nærföt fyrir mig þar þegar þú ferð". Eftir að hafa kíkt aðeins á gellur á nærfötum og fundið út hvað hún vildi, fór hún og náði í nokkra seðla. "Þú varst búin að láta mig fá pening,það dugar alveg" sagði ég.  En hún hlustaði ekki á mig þannig að nú er ég með þúsund dollara í skúffunni,tilbúna. 
    Undanfarið hefur hún verið að vinna mikið, helgarvinna og helgidagavinna svo til alla daga síðan í vetur. Þannig að ekki er hún alveg auralaus eftir þvílíka törn.
   Ég held ég fari að minnast aftur á þessa Ameríkuferð. Það er ýmislegt hægt að gera þar fyrir fimmtánhundruð dollara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar B  Bragason

Góður :) haha fín grein..

Einar B Bragason , 24.5.2009 kl. 22:57

2 identicon

Sæll, Yngvi minn.

Ég er að fara líka !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Svo er ÉG kölluð óhræsi! Þú ert hreinn hryllingur!   

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.5.2009 kl. 10:54

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Takk fyrir Helga, það er ekki oft sem manni er hrósað.

Yngvi Högnason, 28.5.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband