Lágkúran fm 91,9.

Ég ætla ekki að nöldra mikið um þetta en ef einhver heldur að Einar Bárðarson sé með góðverk í huga með þessa útvarpsstöð þá er það misskilningur. Líka er það misskilningur að halda að þessir sem til eru nefndir séu eitthvað sem hlustandi er á. Venjulegt fólk myndi fagna stöð þar sem tónlist er í fyrirrúmi en þarna eiga að vera smiðir,lagermenn og horbassinn, sem heldur að hann hafi fundið upp grínið, að vera í aðalhlutverki ásamt rindlinum að vestan. Og á þetta að vera einskonar óður til fortíðar,fortíðar sem fæstir af þessum guttum þekktu eða heyrðu til,sumir vegna þess að þeir litu niður til útvarps Kanans, þess sem hann gerði og þóttust betri sjálfir. Nei, ég ætla ekki að nöldra neitt um þetta en legg til að þessi stöð verði kölluð Lágkúran.
   Lágkúran- fm 91,9, getur eflaust hljómað vel í einhverju lágkúrustefinu sem verður baunað yfir hlustendur á tíu mínútna fresti ef að líkum lætur.


mbl.is Gulli Helga gengur Kananum á hönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband