19.9.2009 | 06:59
Leikflétta.
Það er stórleikur og afleikur í sömu vikunni hjá MP.En 1,4 milljarðar duga í nokkur ár fyrir launum Þorgeirs. En hættur er maður að hugsa sér til hreyfings í bankaviðskiptum,ég þarf ekki siðlausan mann til að skoða einkabankann minn..
Fjárfestir fyrir 1.400 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kolkrabbinn er með þessu að komast til valda á ný,það er ekki spursmál.
Árni Björn Guðjónsson, 19.9.2009 kl. 07:47
Yngvi, segðu okkur allt um það!
Ég hef ekki búið á landinu á aldarfjórðung og þekki ekki til MP banka. Veit bara að hann er góður skákmaður.
En ég hafði það á tilfinningunni að hann væri fyrir utan spillingaklíkurnar (stjórnmálaflokkana). Þess vegna hélt ég að þetta væri alls ekki slæmur kostur fyrir landið, svona ljós í myrkrinu.
Ef þú gætir upplýst mig um annað, þá breyti ég gjarnan skoðun minni og held áfram að vera svartsýnn á allt sem Íslandi við kemur.
Hver er Þorgeir?
Hvað kemur hann MP banka við?
Hvernig veist þú t.d. hvað hann er með í laun?
Á hann þyrlu, einkaþotu?
Það er nú þegar búið að "ignorera" milljarða fjárfestingatilboði frá Japan og einhvers staðar annars staðar frá (sem ég man ekki í augnablikinu), þannig að ég held að það sé alls ekki slæmt að fá fjármagn inn í landið frá nágrönnunum.
Svo þarf bara að fara að setja lögbann á verðtryggingu og refsa bönkunum fyrir gengisbundnu lánin (sem er í rauninni það sama).
Bara þeir sem vilja halda krónunni og vilja ekki í ESB eiga að borga kostnaðinn af krónunni (þ.e.a.s. mismuninn á milli fastra vaxta og verðtryggingar). Hinir ættu að fá að taka lán á 5% föstum vöxtum eins og hægt er í ESB.
Einar Hansson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 09:25
Auðvitað, þetta er eina landið í heiminum þar sem þessi viðbjóðslega vaxtastefna er við lýði. Við eigum að neita þessu!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 09:36
Það er ekkert leyndarmál að Margeir er dyggur sjálfstæðismaður, en ég myndi halda að hann sé samt "sjálfstæður" sjálfstæðismaður. Það má ekki gleyma því að MP banki stóðst hrunið af sér á frábæran hátt og það eingöngu vegna þess að þeir voru með fæturna á jörðinni.
Hallbjörn Magnússon, 19.9.2009 kl. 10:02
Hallbjörn.. var ekkert dularfullt í sambandi við hlutabréfakaup við einhvern sparisjóðanna???
fellatio, 19.9.2009 kl. 10:40
Þessi færsla er ekki um Margeir Pétursson fyrir utan að hann hefur samþykkt Þorgeir sem launamann hjá MP banka.
Yngvi Högnason, 19.9.2009 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.