Á fartinni frítt?

Ég var að sjá stiklu úr mynd sem á að sýna í byrjun árs 2010. Það er ekki hægt að dæma mynd af stuttri stiklu en smá innsýn fær maður. “Gjaldþrota maður í gjaldþrota landi”? Fyrir utan að sýna sjálfhverfan mann leitandi að meðaumkun þá sé ég ekki  þarna á ferð “gjaldþrota” mann. Nema að það kosti ekkert að fara til London, Lúxemborgar, Guernsey og eflaust fleiri staða til að sýna hversu maðurinn á bágt í leit sinni að blóraböggli. Það vita allir hverjum á að kenna um  þetta hrun og þeir verða ekki meira sekir né fleiri þó leikari eða leikstjóri undir meðallagi fjalli um þá á fartinni á mörgum stöðum öðrum en hér. En í hópi teskeiðaglamrara þá þykir þetta eflaust gott.
   Það má mín vegna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband