16.11.2009 | 16:47
Söguskál.
Að Guðmundur eða einhver annar hafi verið rekinn fyrir tvíræðni kemur ekki á óvart. Alkóhólistum í neyslu hefur aldrei þótt tilhlýðilegt að um það sé talað. Að ýjað sé að neyslu og tæpt á henni er auðvitað brottrekstrarsök. Þó það nú væri, þetta er frjáls útvarpsstöð.
Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig dettur þér í hug að skrifa svona? Þetta er nú annað en "töff", maður minn, þetta eru einfaldlega ómerkilegar dylgjur. Ég þekki vel til á Útvarpi Sögu, þar sem nóg er að gera hjá starfsfólkinu, fáliðuðu, við rekstur stöðvarinnar, og ég hef verið í klukkustundar-viðtölum hjá Arnþrúði í nokkrum þáttum gegnum árin og þar að auki yfirleitt hitt hana sem aðra á stöðinni fyrir eða eftir að ég hef verið í upptökum á stöðinni vegna föstudagsþátta minna þar (12.40-13.00), og aldrei hef ég rekizt á hana þar með vínlykt, svo að því sé nú til skila komið.
Ég þekki ekki til þessa vefs þíns, en vona þín vegna, að gæði hans séu betri almennt en á þessari staðlausu dylgjufærslu þinni, sem þú sendir út í loftið, gersamlega ókunnur innviðum Útvarps Sögu, en lætur þér sæma að niðra henni úr fjarlægð, og spyrja má: Er þessi ómaklega smjörklípa til komin vegna þess að þú sért tapsár eða fúll af því að Arnþrúður hafi aðrar skoðanir en þú í stjórnmálum eða á einhverju öðru sviði? Hafirðu annarlegar ástæður fyrir skrifi þínu, ættirðu bara að nefna þær í stað þess að skrifa svona eins og Gróa á Leiti.
Jón Valur Jensson, 16.11.2009 kl. 20:48
Herra Jón Valur,ég skrifaði rúmlega þrjár línur og minnist ekki einu orði á Arnþrúði. Ég hef ekkert á móti henni en það kemur ekkert á óvart að þú hafir ekki séð neitt misjafnt þarna.Menn með rörsýn,á hvað sem er, sjá skammt. Þú þarft ekki að þekkja neitt til vefs míns nema þig langi til. Hann hefur það fram yfir marga aðra,þar á meðal þinn,að hver sem er getur lagt inn athugasemd án þess að henni sé eytt. Hann er ekki mikið skoðaður og ekki settur upp með slíkt í huga.Um gæði hans er annarra að meta eins og ég met þinn.Fyrir 1980 vann ég við útburð á efni frá APN fréttastofunni og oft voru þar þungir baggar með ræðum Leonids Brezhnevs.Þvílíkt og annað eins andskotans bull sá ég aldrei fyrr en ég skoðaði eitt og annað sem þú hefur skrifað. En takk fyrir innleggið.
Yngvi Högnason, 16.11.2009 kl. 22:21
Þú bítur auðvitað frá þér, en ekki er það nú hetjulegt að fara svona undan í flæmingi, Yngvi, og kannast ekki við það hvað þú varst að fara. Rammhlutdrægt tal þitt um mig læt ég sem vind um heyra, enda er það einfaldlega rammhlutdrægt og kannski svolítð tapsárt. Það heyrir líka til undantekninga, að athugasemdum sé eytt af vef mínum, bara svo að þú vitir það, en til þess hef ég vitaskuld fulla heimild skv. skilmálum innleggja hjá mér. En ekki dettur mér í hug að fara í mannjöfnuð við þig.
Jón Valur Jensson, 16.11.2009 kl. 22:57
... læt ég sem vind um eyru þjóta, vildi ég sagt hafa – eitthvað orðinn syfjaður þarna!
Jón Valur Jensson, 16.11.2009 kl. 22:58
Ég minntist á rörsýn og tel hana eiga vel við þig. Ef þú hefur ekki séð eða heyrt neitt sem um er rætt þarna kemur það mér ekki á óvart. Þú hefur líklega ekki séð eða heyrt neitt misjafnt um kaþólsku perrakirkjuna heldur. Það væri eftir öðru. Mikið held ég að þeir hafi verið fegnir þegar þú hættir Guðbjarti, þar voru ágætismenn nefnilega þegar ég var þar.
Yngvi Högnason, 17.11.2009 kl. 07:56
Ósköp ertu viðskotaillur í morgunsárið, ekki voru þeir svona kvörtunargjarnir félagar mínir á Guðbjarti þótt dregnir væru í skyndi upp á dekk til aðkallandi verka. Þú ræðir ekki efnið, sem þú sjálfur stofnaðir til hér á síðunni, – og hlýtur það að benda til aums málstaðar í því efni, – en fremur kýstu að skjóta nýjum eiturörvum hingað og þangað og tekst það bara nokkuð vel, miðað við tilganginn, þótt þú hæfir ekki í mark með þessu, því að ofmælt er það í hrikalegum mæli að láta hér út úr þér hugtakið "kaþólsku perrakirkjuna" – þar fordæmirðu skóginn vegna fölnaðra laufblaða þeirra, sem ekki hafa nýtt sér andans kraft kirkjunnar til góðra verka. Ákærðir prestar vegna kynferðislegrar misneytingar gagnvart ungmennum voru um 1% allra kaþólskra presta í heiminum á þeim tímum sem um var að ræða (þ.e. af um 500.000 prestum), en einna verst var ástandið í Bandaríkjunum, þar sem hinir ákærðir sóknarprestar voru rúmlega 4% allra kollega þeirra, sem voru um 110.000 alls, á tímabilinu 1950-2002; kærðir prestar þar í landi fóru hæst upp í rétt rúmlega 500 á ári (1980) og voru (um og) yfir 250 á ári allt tímabilið 1960–1988, en í kringum 50 á ári í upphafi tímabilsins (1950–51) og undir lok þess (1996–2002). Vitaskuld er þetta ómæld skömm fyrir kirkjuna, og nú er gengið skipulega til verks að koma í veg fyrir, að slíkt geti gerzt, auk þess sem rannsaka ber vel hverja ákæru og dæma í málunum. Að þú ímyndir þér, að ég hafi "líklega ekki séð eða heyrt neitt misjafnt um" þessi mál, getur þú varla meint í alvöru. Til viðbótar bandarískum sóknarprestum eru svo einnig munkprestar, óbreyttir munkar og djáknar, þótt hlutfallið hafi verið lægra þar – sem og prestar og 'reglufólk' í öðrum löndum eins og Írlandi. En að tala hér um kaþólsku kirkjuna sem perrakirkju er gert að þínu vali, ekki mínu, ekki frekar en ég myndi bera fram sambærilega ásökun gagnvart öllum samanlögðum íslenzkum trúfélögum, ef í ljós kæmi, að þar reyndust hafa verið um tveir prestar eða safnaðaleiðtogar sem verið hefðu með kynferðislega misneytingu gagnvart börnum og unglingum (og þá er hér verið að miða við heimskirkjuna kaþólsku), þar af annar þeirra tveggja með þeim hætti sem fæli í sér annaðhvort "oral sex" eða "penile penetration or attempted penile penetration" (sbr. HÉR, þar sem segir frá eðli tilfellanna í Bandaríkjunum). En merkilegt er (skv. sömu heimild), að "an overwhelming majority of the victims, 81 percent, were males," aðeins 19% stúlkur, og koma þó bæði kynin jafnt í fermingarfræðslu presta, en stúlkur voru að vísu á þeim umræddu árum (1950–2002) naumast byrjaðar sem kórþjónar. Þetta hefur m.a. leitt til þess, að kaþólska kirkjan hefur hætt að taka við þeim, sem hafa kynhneigð til sama kyns, til prestsnáms eða prestsvígslu, og gerir hún sér vonir um að uppræta vandann að mestu eða öllu leyti með þeim hætti og ýmsum öðrum leiðum. Og þar hefurðu það!
Jón Valur Jensson, 17.11.2009 kl. 11:06
Í byrjun lagði ég upp með smáræði og hefur þér Jón Valur tekist að þæfa þetta og búa til alls konar kjaftæði sem hvorki ég né aðrir er hér líta við nenna að lesa. Hvort einhver kelling við hljóðnema er spritthæna eða ekki er hætt að skipta máli. Þú hefur þína skoðun á því og ég mína. Ég þarf ekki leyfi frá þér né öðrum til að viðra hana. Ekki skipti ég mér enn af skrifum þínum og mun það helst vera vegna þess að þvílíkar langlokur eru með afbrigðum leiðinlegar að ég nenni ekki að lesa þær. Kíktu á vefinn hjá Jónasi ritstjóra og skoðaðu með opnum hug þar kennslubók um blaðamennsku.
Yngvi Högnason, 17.11.2009 kl. 12:11
Þessi orð þín mega vera þín lokorð mín vegna; ég þurfti að segja mitt og hef gert það.
Jón Valur Jensson, 17.11.2009 kl. 12:43
Það er alveg sama hversu JVJ reynir að skrökva fyrir konuna sem leyfir honum að flytja pistlana sína í útvarp. Það vita allir sem vilja vita að Arnþrúður hefur margoft verið kófdrukkin í morgunþáttum sínum. En hún á það sameiginlegt með JVJ að þola ekki gagnrýni. Þess vegna bolaði hún Guðmundi frá. Þess vegna bolaði hún Sverri Stormsker frá. Þess vegna bolaði hún Halldóri E frá. Þess vegna bolaði hún Hildi Helgu frá. Þess vegna bolar hún öllum frá sem leyfa sér að vera vinsælli en hún. Þess vegna skellir hún á fólk sem er ekki sammála bullinu í henni. Virkilega aumkunarverð fyllibytta.
Morgunhani (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 16:49
Þú lýgur þessu eins og þú ert langur til, huglausi "Morgunhani" sem þorir ekki að birta hér nafnið þitt, enda kannski að vinna fyrir Samfylkinguna, VG eða Valhallarmenn.
Ég hef aldrei fundið vínlykt á Arnþrúði þegar ég hef komið bæði í nokkur viðtöl til hennar á Útvarpi Sögu og í mín vikulegu erindi þar kl. 12.40–13.00 og hitti hana þá þar eins og annað starfsfólk, en ég hef verið að koma þangað til þess arna líklega alla föstudaga nema þrjá frá því í nóvember á síðasta ári.
Enginn tekur mark á ókenndum götustrák, sem kallsar níð inn um glugga, það sama á við um þetta 'Morgunhana'-rugl.
Jón Valur Jensson, 17.11.2009 kl. 17:05
Morgunhani, veist þú ekki að fólk sem er veikt fyrir víni drekkur ekki á föstudögum, bara hina daga vikunnar. Og svo tökum við Jón Valur bara mark á kenndum götustrákum.
Yngvi Högnason, 17.11.2009 kl. 21:39
Mikið svakalega er ég forvitin að vita hvað Jón Valur borgar Arnþrúði vinkonu sinni fyrir að fá að flytja pistla um andúð sína á ESB.
Að öðru leyti tek ég undir með þér Yngvi, og ekki er það bara lyktin sem kemur upp um ósóman.
Rannveig H, 18.11.2009 kl. 12:54
Ég hef aldrei þurft að borga Arnþrúði né Útvarpi Sögu eina einustu krónu fyrir mína pistla né viðtöl – og hún ekki mér né útvarpsstöðin. Þú fantaserar, Rannveig, er það síðasta hálmstráið? Heldurðu í alvöru, að Arnþrúður sé ginnkeypt fyrir Evrópuyfirráðabandalaginu? Þá hlustarðu ekki nógu mikið á Útvarp Sögu!
Jón Valur Jensson, 18.11.2009 kl. 14:44
Jón Valur þá er það á hreinu gott og vel, þá er það mitt að trúa þér eða öðrum heimildum. Útvarp Saga gefur sig út fyrir að vera eina óháða útvarpstöðin í landinu svo áróður til eða frá um ESB er ekki sæmandi, eða er það? Var ekki Guðmundur rekin fyrir áróður? Ég hef gjarnan hlustað á þætti Sigurðar en með síðustu aðgerðum Arnþrúðar hef ég ekki geð i mér lengur að hlusta á Útvarp Sögu eins og svo fjöldi fólks sem ég hef bæði talað við og líka lesið. Eitt enn Jón Valur sem mer leikur forvitni á að vita, þú og örfáir virðast hafa óheftan að aðgang að símatímum Sögu til ð ausa úr skálum vandlætingar ykkar á mönnum og málefnum,ég nefni nöfn eins og Alvar Eiríkur Kristinn Sigrún,og Einar sjálf hef ég reynt að hringja oftar en einu sinni og verið að i klukkutíma en án árangurs.
Rannveig H, 18.11.2009 kl. 16:28
Takk fyrir svarið, Rannveig, en um hvaða "heimildir" ertu að tala? Það er ENGIN heimild í víðri veröld til fyrir því, að ég hafi borgað Útvarpi Sögu neitt fyrir þætti mína, viðtöl eða innlegg í umræður, enda hef ég aldrei gert það, ég er ekki einu sinni styrktarfélagi stöðvarinnar, nánast síblankur maðurinn.
Þú virðist vera klaufi að hringja inn á ÚS, en ég hef sjálfur örugglega eytt nokkrum klukkustundunum í að ná þangað inn (á meira en hálfum áratug).
Ég svara ekki fyrir mál Guðmundar, það er ekki mitt mál.
Þú talar um "áróður til eða frá um ESB", sem þú segir "ekki sæmandi", en hver ert þú (án rökstuðnings) að leggja mat á það, sem þar er sagt og hvort það sé "áróður" eða upplýsingagjöf? Ég held þú ættir að leggja vel við hlustir á laugardag eða sunnudag, þegar þáttur með Ásmundi Einari og sérstaklega Hirti J. Guðmundssyni – þessi sem HÉR segir frá og var í fyrradag – verður endurtekinn. Þar er gríðarleg upplýsingagjöf um þetta óskabandalag evrókratanna og er því fyrirbæri til lítillar frægðar. En "orðið er laust" á Útvarpi Sögu (þetta er yfirskrift innhringiþáttar þar kl. 11-12 fimm daga vikunnar) og velkomið að reyna að ræða þessi mál þar, ef þú telur þig vita eitthvað betur en sá fjölfróði Hjörtur.
Jón Valur Jensson, 18.11.2009 kl. 17:41
Það veit sá sem allt veit Jón Valur að ég veit ekki betur en Hjörtur og eða Eiríkur Bergmann eða aðrir Evrópusérfræðingar. Einhverstaðar heyrði ég þig eða las þar sem þú fannst að kommunistaáróðri hjá Guðmundi svo einhvað hefur þú lagt til þeirra mála. Þessir símatímar þar sem fáir útvaldir komast að eru nú ekki neinar vangaveltur,heldur alhæfingar fólks og oftar en ekki mjög óvandaðar. Eitt er vist að það þarf að vanda til verka ef á að vinna einhverjum málstað brautargengi og það er ekki gert í símatímum á Sögu að bera virðingu fyrir andstæðum skoðunum er virðing við sínar eigin skoðanir. Hroki kemur öllum í koll,í hvaða máli sem er.
ps. Jón ég er enn óákveðin með ESB og það er helst að ég fari í baklás með málið þegar ég hlusta á óvandaða umræðu.
Rannveig H, 18.11.2009 kl. 18:58
Það er nú hálf-hrokafullt að alhæfa hér um að símainnlegg manna á ÚS hafi að uppistöðu "alhæfingar fólks og oftar en ekki mjög óvandaðar", sem og að þau einkennist af "hroka". Ennfremur ertu sjálf, Rannveig, of fljót á þér að setja hér fram þá ósönnu og ósönnuðu staðhæfingu, að tala um þessa viðtalsþætti með hlustendum (í frumflutningi yfirleitt: kl. 9–10, hjá SGT, og 11-12, hjá PG eða AK) sem "þess[a] símatíma þar sem fáir útvaldir komast að." Til hvers ertu með slíkar staðlausar staðhæfingar? Til að sverta Útvarp Sögu eða bara af hreinni vanþekkingu?
Ég get upplýst þig um það, að á bak við hvert innlegg mitt í símatíma þar í gegnum árin hafa að meðaltali verið miklu fleiri hringingar þar sem ég hef ekki náð sambandi, og æðimarga dagana hef ég bara alls ekki náð inn þrátt fyrir tilraunir til þess. En það er ekki af því, að einhverjir aðrir hafi þá verið "útvaldir", heldur af því að það var Á TALI ! Og finnst þér það svo undarlegt hjá vinsælli útvarpsstöð, sem hafði við síðustu, óháðu markaðsrannsókn 30% hlustun á landsvísu og 40% á höfuðborgarsvæðinu?
Jón Valur Jensson, 18.11.2009 kl. 20:04
Nú er mál að linni enda má ÚS fara eða vera mér að meinalausu mig langa samt að spyrja þig Jón Valur fannst þér við hæfi þegar mál sr Gunnars voru efst á baugi að það væri hægt fyrir daglegan innhringjanna (Sigrún Reynisdóttir) að úthúða Biskupi Íslandsvið góðar undirtektir þáttastjórnanda staðin fyrir að stoppa hana af. Finnst þér í lagi að Guðjón nokkur fái að úthúða konum daglega í símatímum án þess að nokkuð séð að gert. Jón Valur ég gæti talið lengur og meira upp en eins og ég nefndi áður það er mál að linni þó ég efist stórlega að svona njóti vinsælda hjá þjóðinni,
'Eg ætla ekki að leggja að jöfnu símatíma hjá SGT sem virðist alveg hafa vald til að stjórna þeim og innhringendur bjóða SGT ekki upp á annan eins ósóma og oft kemur fram í seinni símatímanum. Gangi þér allt i haginn Jón Valur :=)
Rannveig H, 18.11.2009 kl. 20:55
Þakka þér, Rannveig. Ég tek enga ábyrgð á innhringjendum þarna, enda hlusta ég ekki alla daga og veit ekki um sumt sem er skrafað í slíkum símtölum, en auðvitað finnst mér ekki í lagi fyrir neinn að úthúða nafngreindu fólki án saka. Mat þitt á símatímum hjá SGT annars vegar og PG/AK hins vegar tek ég þó ekki undir, menn hafa farið yfir strikið í báðum tilvikum, en flestir haga sér skikkanlega. Þetta er einfaldlega þjóðarþverskurður og a.m.k. 25-30 manns sem hringja nokkuð oft í stöðina reglulega/óreglulega, en þar að auki e.t.v. jafnmargir aðrir í viku hverri, sennilega eru það ekki færri en um eða yfir hundrað manns alls sem koma þarna við sögu í meðalmánuði, þótt ég þori ekki að hengja mig upp á það. – Með góðum óskum,
Jón Valur Jensson, 19.11.2009 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.