20.11.2009 | 12:52
Ljósmynd frekar?
Ég get verið þrjóskur en ekki hef ég enn getað pælt mig í gegnum heila bók eftir þennan dreng, þrátt fyrir vilja. En lesið hef ég dóma og heyrt frá þeim hetjum sem hafa komist alla leið. Af því að dæma myndi líklega ljósmynd duga í stað kvikmyndar.
Vilja kvikmynda bækur Sindra Freyssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég skil ekki þessa færslu þína. Ég hef lesið ýmislegt eftir Sindra og er þar flest afbragðs gott. Hann er auðlesinn og skemmtilegur rithöfundur.
Synd hvernig farið hefur fyrir íslenskri þjóð sem aldrei virðist komast í gegnum neitt dýpra en reifara og Arnald Indriðason.
Halldór (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 13:24
Það er allt í lagi, Halldór, mín vegna þó þú skiljir ekki þessa færslu. Arnaldur er aftur á móti á öðrum parti hjá mér, er ekki enn farinn að lesa eftir hann og langar ekki til þess.
Yngvi Högnason, 20.11.2009 kl. 14:38
Svona erum við nú skemmtilega ólík á litla Íslandi. Ég hef það fyrir vana að taka Arnald með mér á sólarstrendur og lesa hann þar á sundlaugarbökkum í kiljuútgáfu, hann er léttari þannig.
Sindri hvað, veit ekki hvað þið eruð að tala um. Sundurleit þjóð á litlu landi.
Marta smarta, 23.11.2009 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.