Færsluflokkur: Bloggar

Töff.

Ég keypti mér annan bíl um daginn,svona aðeins meiri drossíu en hinn sem að ég hef verið á.Hef ég hingað til verið nokkuð ánægður með drossíuna.Og þar sem að blessuð blíðan er búin að vera í dag, þá skrapp ég aðeins í bæinn,bara smá rúnt. Og af því að ég er töffari,þá ætlaði ég að keyra með opinn glugga og arminn á brúninni. En það var ekki hægt vegna þess að þetta er ekki vel hannaður bíll.Það er ekki töffaralegt að vera með olnbogann fyrir ofan eyru,út um opinn glugga. Ég var ekki búinn að prófa þetta áður en lét mig hafa það þó að einhverjir væru að glápa.Upp í Neinn og keypti mér undirlegg eins og krakkarnir sátu á þegar þau voru minni. Allt annað líf og núna rúnta ég um með arminn úti, óþreyttur í öxlinni og horfi niður á fólk.
   Einu sinni töffari,alltaf töffari.


Dublin.

Upp úr 1980 urðu helgarfyllerísferðir til útlanda vinsælar. Fór ég í eina slíka til Dublin og hefur það líklega verið ein af þeim fyrstu þangað. Þetta var hin besta ferð og skemmtu menn sér hið besta. Þar sem að konur voru með í för þá var dágóðum tíma varið verslunarferðir. Þótti mér ekki og þykir ekki enn gaman að þræða verslanir og leita að einhverju ódýru. Var því úr að ég beið oftast fyrir utan og horfði á fólkið. Hafði ég af því góða skemmtun því að á Írlandi býr ekki fallegasta fólkið og var þar margur skrýtinn fýrinn sem að ég sá. Hef ég oft spáð í að skreppa aftur þarna út en nú fann ég út hvernig ég get sparað mér það.
    Að vera fyrir utan Bónus á Laugavegi er nefnilega ekki ósvipað og að vera í Dublin hvað þetta varðar.

Neðst í fæðukeðjunni.

Ég lendi stundum í því að vera staddur með samferðfólki í Kringlunni á matmálstíma.Þá er oft orðað við mig að við skyldum matast á staðnum. “Fáum okkur eitthvað gott að borða” er víst sagt. Ég horfi náttúrulega í forundran á viðkomandi, “gott að borða, við erum í Kringlunni og hvar er gott að borða hér”? Þá erum við kannski stödd á svokölluðu Stjörnutorgi ,þar sem okurjötur eru á hverju strái og matur ekki augsýn.Þrátt fyrir það er fólk sitjandi við flest borð,mokandi í sig illþefjandi trosi. Eftir svona ummæli þá er horft á mann með sársaukafullu augnaráði,eins og að viðkomandi hafi eldað allt draslið sjálfur og taki fyrirlitningu mína persónulega. En ég hef aldrei verið neitt fyrir þetta Macdominalds og þess háttar drasl en mér er sama þó að aðrir setji þetta í sig. En svona torg hef ég séð víða og hafa þau öll það sameiginlegt að þau eru neðst í fæðukeðjunni. En til að vera með þá lætur maður sig hafa það og ekki bregst, að um nóttina vaknar maður með ónot og hungurverki eftir herlegheitin.

Að tapa í leik.

Úr viðtali við boltaþjálfara í seinni fréttum í kvöld:
   Já,þetta var dálítið sérstakt hérna,þetta var eiginlega þvert á okkar áætlanir.Við ætluðum að vera þéttir til baka og svona vinna okkur inn í leikinn og koma á þá marki og sjá hvort það kæmi þeim úr jafnvægi en þá bara eru eftir tæpa mínútu, 1-0 undir og en ég er mjög ánægður með liðið okkar að þrátt fyrir þetta högg, að halda áfram að berjast í leiknum og koma til baka.......  
   Hverskonar talsmáti er þetta? Mig skal ekki undra að þetta lið skíttapi ef að þjálfarinn getur ekki tjáð sig betur en þetta, reyndar er hann ekki einn um svona bull í hópíþróttum.Það á ekki að þurfa að bulla þó að liðið tapi, það er nóg að segja t.d: Við töpuðum af því að hinir voru betri.
   Skrýtið að láta alltaf eins og að erlendir mótherjar hafi ekki neinar áætlanir og komi algerlega óundirbúnir til leiks. Hvernig á að vera þéttur til baka?Þegar ég var þéttur hérna áður þá varð allt vitlaust , tala nú ekki um þegar ég kom til baka.Og auðvitað er það alltaf þvert á áætlanir ef að hitt liðið skorar eftir tæpa mínútu. Og mig skal ekki undra tap, ef að leikmenn eru alltaf að flækjast eitthvað annað og þurfa sí og æ að vera að koma til baka.En gott hjá strákunum að fara ekki að grenja og klára hinar 89 mínúturnar.


Með túttu.

Þegar yngri sonur minn varð fjögurra ára þá fannst honum hann vera orðinn of gamall fyrir túttu svo að hann tók allar sínar, klippti og henti. Hefur hann ekki notað svoleiðis þing síðan enda tíðkast ekki að fullorðið fólk noti túttu.En alltaf er einn og einn sem að er öðruvísi. Einn kunningi minn er “mótorhjólamaður” og hefur hann síðastliðið ár verið að taka upp þennan sið.Þetta byrjaði ósköp sakleysislega hjá honum, ég sá hann t.d. fyrst með túttu upp á Litlu kaffistofu.Þangað hafði hann skellt sér með túttuna,líklega til að fá að vera í friði. Hann fór varlega með þetta í fyrstu og var ekkert að veifa túttunni fyrir framan okkur félagana.Sem er í sjálfu sér ekkert skrýtið, það er enginn gáfulegur, rúmlega fimmtugur,fúlskeggjaður með túttu.En þessi kunningi minn virðist vera ánægður með túttuna sína, sést oft með henni á hjólinu og kemur líka með hana stundum á mannamót. Verðum við félagarnir þá oft að halda aftur af okkur á þeim stundum. “Mótorhjólamaður” í mótorhjólaklúbb á bjórkvöldi, drekkandi Bailys,fúlskeggjaður með tyggjó,sígó og túttu. Það er ekkert sérstakt að sjá.En þetta er samt góður drengur.Hann er reyndar eitthvað að taka sig á og sést sjaldnar með túttuna núna.En ég veit að hann er með mikið dálæti á túttunni og kæmi mér ekki á óvart að hann myndi fara á heimsenda fyrir túttuna. Eða allavega til Danmerkur.

Vit.

Kunningi minn var með tölvubúð í Hamraborginni þar til í vor. Það var afskaplega þægilegt að fá þjónustu hjá svona einyrkja,mun betra en hjá einhverjum af hinum stóru þar sem að fólk segir, “ég bara vinn hérna”. Það kom fyrir í tvígang, þegar að ég kom til hans, að brotist hafði verið inn og mikið af tölvum, tækjum og þess háttar dóti verið stolið. Eða flest sem að eitthvað vit var í.En nú ber nýrra við.Tölvubúðin er  farin og Frjálslyndi flokkurinn í Kópavogi er að koma sér þar fyrir.Það verður því ekki brotist inn í þetta húsnæði á næstunni. Það er ekkert vit í því.


Krimmakerling.

Hvernig stendur á því að bifreið frá forsetaembættinu er notuð þegar einhver krimmakerling frá Ameríku kemur hingað í heimsókn? Þó að hún sé vinkona forsetafrúarinnar. Þetta var ekki opinber heimsókn og því getur þetta fólk notað sínar eigin bifreiðar.

Tap.

Það er alveg hræðilegt að  tapa miklum peningum á hlutabréfum. Mikið vorkenni ég honum. Flestir í íslenskum raunveruleika hafa ekki átt og munu aldrei eignast hlutabréf. Flestir í íslenskum raunveruleika geta ekki einu sinni nýtt sér 13 -14 % ávöxtun bankanna vegna þess að þeir eiga ekkert afgangs til að leggja inn.Hvað þá að taka þátt í græðgisvæðingunni er var.Greyið.
mbl.is Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Edrú.

Ég skrapp suður á völl að sækja drenginn minn sem að var að koma frá Köben. Fyrir utan flughöfnina sá ég leigubílstjóra sem að var edrú.

Fígúrur?

Gaman að fá að vita þetta en hver voru verðlaunin? Var það þessi blómavöndur sem að safnstjórinn heldur á? Og hver gefur svona verðlaun? Og verða svona verðlaun hærra metin ef að þannig hittist á að forsetinn sé staddur á landinu til að afhenda? Og hver sagði að hann ætti að vera með nefið ofan í öllu? Þarf alltaf að vera fígúrugangur í opinberu starfi á Íslandi?

 


mbl.is Byggðasafnið verðlaunað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband