Færsluflokkur: Bloggar
29.7.2008 | 19:36
Töff.
Ég keypti mér annan bíl um daginn,svona aðeins meiri drossíu en hinn sem að ég hef verið á.Hef ég hingað til verið nokkuð ánægður með drossíuna.Og þar sem að blessuð blíðan er búin að vera í dag, þá skrapp ég aðeins í bæinn,bara smá rúnt. Og af því að ég er töffari,þá ætlaði ég að keyra með opinn glugga og arminn á brúninni. En það var ekki hægt vegna þess að þetta er ekki vel hannaður bíll.Það er ekki töffaralegt að vera með olnbogann fyrir ofan eyru,út um opinn glugga. Ég var ekki búinn að prófa þetta áður en lét mig hafa það þó að einhverjir væru að glápa.Upp í Neinn og keypti mér undirlegg eins og krakkarnir sátu á þegar þau voru minni. Allt annað líf og núna rúnta ég um með arminn úti, óþreyttur í öxlinni og horfi niður á fólk.
Einu sinni töffari,alltaf töffari.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2008 | 10:22
Dublin.
Að vera fyrir utan Bónus á Laugavegi er nefnilega ekki ósvipað og að vera í Dublin hvað þetta varðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2008 | 09:40
Neðst í fæðukeðjunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2008 | 23:12
Að tapa í leik.
Úr viðtali við boltaþjálfara í seinni fréttum í kvöld:
Já,þetta var dálítið sérstakt hérna,þetta var eiginlega þvert á okkar áætlanir.Við ætluðum að vera þéttir til baka og svona vinna okkur inn í leikinn og koma á þá marki og sjá hvort það kæmi þeim úr jafnvægi en þá bara eru eftir tæpa mínútu, 1-0 undir og en ég er mjög ánægður með liðið okkar að þrátt fyrir þetta högg, að halda áfram að berjast í leiknum og koma til baka.......
Hverskonar talsmáti er þetta? Mig skal ekki undra að þetta lið skíttapi ef að þjálfarinn getur ekki tjáð sig betur en þetta, reyndar er hann ekki einn um svona bull í hópíþróttum.Það á ekki að þurfa að bulla þó að liðið tapi, það er nóg að segja t.d: Við töpuðum af því að hinir voru betri.
Skrýtið að láta alltaf eins og að erlendir mótherjar hafi ekki neinar áætlanir og komi algerlega óundirbúnir til leiks. Hvernig á að vera þéttur til baka?Þegar ég var þéttur hérna áður þá varð allt vitlaust , tala nú ekki um þegar ég kom til baka.Og auðvitað er það alltaf þvert á áætlanir ef að hitt liðið skorar eftir tæpa mínútu. Og mig skal ekki undra tap, ef að leikmenn eru alltaf að flækjast eitthvað annað og þurfa sí og æ að vera að koma til baka.En gott hjá strákunum að fara ekki að grenja og klára hinar 89 mínúturnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2008 | 09:21
Með túttu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.7.2008 | 09:17
Vit.
Kunningi minn var með tölvubúð í Hamraborginni þar til í vor. Það var afskaplega þægilegt að fá þjónustu hjá svona einyrkja,mun betra en hjá einhverjum af hinum stóru þar sem að fólk segir, ég bara vinn hérna. Það kom fyrir í tvígang, þegar að ég kom til hans, að brotist hafði verið inn og mikið af tölvum, tækjum og þess háttar dóti verið stolið. Eða flest sem að eitthvað vit var í.En nú ber nýrra við.Tölvubúðin er farin og Frjálslyndi flokkurinn í Kópavogi er að koma sér þar fyrir.Það verður því ekki brotist inn í þetta húsnæði á næstunni. Það er ekkert vit í því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 13:21
Krimmakerling.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2008 | 08:58
Tap.
![]() |
Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.7.2008 | 22:49
Edrú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2008 | 18:22
Fígúrur?
Gaman að fá að vita þetta en hver voru verðlaunin? Var það þessi blómavöndur sem að safnstjórinn heldur á? Og hver gefur svona verðlaun? Og verða svona verðlaun hærra metin ef að þannig hittist á að forsetinn sé staddur á landinu til að afhenda? Og hver sagði að hann ætti að vera með nefið ofan í öllu? Þarf alltaf að vera fígúrugangur í opinberu starfi á Íslandi?
![]() |
Byggðasafnið verðlaunað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)