Færsluflokkur: Bloggar
14.8.2008 | 21:51
Palli er einn í útlöndum.
"Maður,líttu þér nær".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2008 | 09:11
Reyklaus.
![]() |
Í fangelsi fyrir hjálpsemina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2008 | 09:06
Einu sinni er nóg.
Ég er ekki orðinn mjög gamall og eitthvað á ég kannski eftir. En ólíklegt er að ég muni enda sem elsti íslendingurinn og er það ekki á óskalista mínum. Því að sem elsti íslendingurinn, myndi ég lenda í því að deyja margoft eins ég hef lesið í blöðunum í gegnum tíðina að gerist með þann elsta.
Mér finnst alveg nóg að deyja einu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 11:03
Í viðjum.
Ég ætlaði að blogga á sunnudaginn en gat það ekki. Heldur ekki í gær. Síðasta vika var nefnilega níunda vikan.Ég ætti kannski að vera stoltur að geta sagt frá afrekum mínum við heimilishaldið en mér finnst þetta of langt gengið. Níundu hverja viku þarf ég nefnilega að sjá um sameignina í húsinu þar sem að ég bý. Athuga með ruslið á hverjum morgni og taka inn dagblöðin og setja í þar til gerðan kassa. Eftir þetta þarf ég að keyra sambýliskonuna til vinnu. Að kvöldi er það sama, sækja úr vinnu,athuga með ruslið og svo tekur við endalaus bið eftir kvöldmatnum. En á sunnudögum í níundu vikunni er botninum náð. Þá þarf ég að ryksuga og það ekkert smá. Niður þrjár hæðir,stiga og ganga. Og bera svo ryksuguna upp sjálfur,oftast nær. Finnst einhverjum nema von að maður geti illa bloggað eftir svona meðferð? Fyrir utan niðurlæginguna, sem maður verður fyrir, þegar að til manns sést á ferð með ryksuguna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2008 | 22:27
Ég geng helst ekki.
Kannski að strákarnir hafi bara verið heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.8.2008 | 09:31
Í tilefni sýningar
Ég er svakalega fastheldinn á marga hluti. Eins og til dæmis, á morgnana þegar að ég klæði mig, þá fer ég alltaf fyrst í sokkana.Líka borða ég oftast það sama í morgunmat og er kannski ekkert mikið fyrir nýjungar,hverjar sem að þær eru. Hvers vegna á að vera breyta því sem að manni finnst vera gott? Einu sinni átti ég bíl sem að mér fannst vera svakalega góður og ætlaði aldrei að láta hann frá mér. Sá ekki vitleysuna í því að eiga gamlan og slitinn bíl fyrr en sá er gerði við hann fyrir mig, sendi mér yfirlit um viðgerðarkostnað fyrra árs. Þá var komið nóg af því.
En aftur til fyrri tíma. Það hefur líklega verið árið 1960, sem að ég fór í fyrsta sinn einn til rakarans. Það var í Neðstutröð í Kópavoginum og var hægt að fá þar burstaklippingu eða herraklippingu.Rakarinn þar hafði klippt mikið uppi á Velli og var góður í burstaklippingu.Var ég í minna lagi þá og þurfti ég að sitja á fjöl í stólnum til þess að hægt væri að klippa mig .Man ég að þegar ég kom heim,þá var ég afskaplega stoltur af því að hafa farið einn og fengið flotta burstaklippingu. Skömmu síðar þá flutti ég úr Kópavogi og kom ekki á þessa stofu fyrr en mörgum árum síðar. Rifjaði ég þá upp kunningsskap við rakarann og son hans, sem að var fyrir löngu farinn að klippa með föður sínum.Og af því að ég er svo fastheldinn þá fer ég enn og læt klippa mig þarna en þarf ekki fjölina sem að ennþá er til.En nú er ég klipptur hjá syninum,því að sá gamli dó fyrir tveimur árum, eða þar um bil.Og nú klippir sonurinn þar um ókomna tíð,með syni sínum,sem að hefur líka lært fagið og byrjaði á meðan sá gamli var enn að.Þrír ættliðir á sömu rakarastofu,klippandi, er ekki algengt en algengt er að sérvitringar á við mig mæti þarna fram í andlátið eða á meðan eitthvað er að klippa.
En enginn er ómissandi og ekki veit ég hvar ég væri í klippingu í dag ef að sá elsti hefði verið hommi.
Skyldi vera mikið um þrjá ættliði homma í sýningunni nú um helgina?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2008 | 20:16
Hápunktur.
Ég er yfirleitt nokkuð ánægður með einn hápunkt yfir helgi,kannski tvo ef að ég er í stuði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2008 | 14:14
Frasar.
Maður veit aldrei hver er næstur út úr skápnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.7.2008 | 16:21
Embættistaka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2008 | 08:32
Akurey.
![]() |
Benedikt Lafleur stefnir á Drangeyjarsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)