Bjóst einhver við sigri?

 

Ég hef nú ekki vit á handbolta en eins og ég hef minnst á áður finnst mér allt þetta "havarí" út af þessu, með eindæmum kjánalegt. Íslendingar hafa aldrei unnið til verðlauna í handbolta í alvörukeppni. Og munu ekki gera. Einu sinni unnu þeir einhverja B keppni en það var af því að þeir duttu úr A keppninni. Ekki að þeir reyni ekki en þeir eru bara ekki nógu góðir. Með þessum orðum er ég ekki að gera lítið úr okkar mönnum heldur að reyna að benda á sjálfsánægju Íslendinga, sem brýst út þegar reynt er að breiða yfir minnimáttarkenndina. Handbolti er að vísu eitt af því fáa á íþróttasviðinu þar sem við komumst með tærnar þar sem hinir eru með hælana. En framar komumst við ekki. Sættið ykkur við það. Eins og ég sagði fyrr: við erum ekkert "spes".

P.S. Var ekki að vinnast titill í badminton um daginn?


mbl.is Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki betur en að það hafi einmitt verið B-keppni...

Malkmus (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 21:09

2 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Gerir lítið úr handboltanum og bendir á að við höfum unnið einhverja skitna b keppni. Við urðum jú í 4. sæti á EM í Svíþjóð ekki fyrir löngu síðan. Unnum Frakka núna sem eru núverandi Evrópumeistarar, ekki gera lítið úr því.

Bendir svo á sigur í Badminton um daginn, sem var jú í B keppni

Sveinn Arnarsson, 30.1.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Átti alveg eins von á sigri.. og af hverju ekki? Enda sýna úrslitin að sigurinn gat lent hvoru megin sem var.  Mér finnst árangur liðsins einmitt sýna að við erum spes;) 

Heiða B. Heiðars, 30.1.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband